Leita í fréttum mbl.is

Lifum áfram en skiljum afturábak

Var það ekki Søren Kirkegård sem sagði að við þyrftum að lifa lífinu áfram en skilja það afturábak? Mér datt þetta í hug þegar ég las frétt af Hilary Clinton sem telur Bush hafa misnotað atkvæði demókrata sem studdu hervald í Írak. Þrátt fyrir að alþjóðleg skoðunarsveit fullvissaði SÞ um að ekki væru gjöreyðingarvopn í Írak voru menn í Bandaríkjunum vissir, svo vissir að þeir hafa nú háð þar stríð í fjögur ár.

Ekki ætla ég að verja stjórnsýslu Saddam Hussein en það er ábyrgðarhluti að kollvarpa stjórnsýslukerfi í heilu landi á örskotsstundu. Það er ekki svo auðvelt að byggja það upp aftur. Það hefur komið á daginn í Írak og við þekkjum þetta víðar að. Þess vegna er það svo mikilvægt að þegnar hvers lands standi dyggan vörð um lýðræðið og beri virðingu fyrir því. Þegar of langt er gengið þá brestur eitthvað og það er það sem Írak er að fást við.

Eins og staðan er núna í Írak er hinsvegar ekki auðveld í Al Jazeera má lesa um tugi þúsunda Bandaríkjamanna mótmæla stríðinu og krefjast þess að menn haldi heim nú þegar. En geta menn það? Er hægt að ráðast inn í land og hlaupa svo heim frá hlutunum í mikilli óreiðu? Hvað segir sagan frá Vietnam? Hinsvegar er ljóst af fréttum í Al Jazeera að íbúar Arabalandanna trúa því ekki að utanríkisstefna Bandaríkjanna muni breytast mikið þó Demókratar taki við völdum sbr. þessi frétt.


mbl.is Clinton segir Bush hafa misnotað vald sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Hef búið hér í USA í 23 ár og mér sýnist það ætla að verða þannig að Demókratar samþykktu þetta samt allt, kenna svo Bush um. Halda svo dellunni áfram þar ástandið róast eða BNA hörfa. Ef ástandið róast (draumórar sölumannsins), þá klappa kanar sér á öxlina, en ef fer sem er líklegra, að BNA þurfa að fara, þá munu þeir kenna Írökum sjálfum um fyrir aumingjaskap.

Þetta er aðferðafræði þeirra viðskiptamanna sem standa að baki stjórnmálamönnum í USA, sést í viðskiptaháskólunum, lögfræðideildum, öllum fjármálageiranum og peningaaflinu eins og það leggur sig og hefur hríðversnað síðan ca 1970.

Og með góðu átaki þingmanna á Íslandi í einkavinavæðingarbransanum mun ástandið verða svipað á Íslandi eftir 1 áratug, ef ekki fyrr. Og sést best á þessum glimmer kosningapylsuauglýsingum sem verið er að apa upp eftir könum og svo er pylsan auðvitað tengd í rúsínuna í vasa peningakalla.

Ólafur Þórðarson, 29.1.2007 kl. 03:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband