24.11.2008 | 22:45
Reykjavíkurfundur orðinn þjóðin?
Menn eru nokkuð brattir að lýsa því yfir að þeir séu þjóðin og viti nákvæmlega hvað þjóðin vill. Hvaða yfirlýsingargleði er þetta? Svo lýsa þeir yfir því að þingið starfi ekki í nafni lýðræðis en telja sig sjálfa gta tekið sér slíkt vald. Ég kaus þetta fólk ekki í lýðræðislegum kosningum til að vera fulltrúa fyrir mig á bíófundi í Reykjavík. Ég tók þó þátt í að kjósa til Alþingis þó ég kysi ekki alla flokka eða í öllum kjördæmum.
Það er glórulaust að fara í kosningar núna, þar með fáum við ekki lánafyrirgreiðslu frá IMF, ekki verður hægt að koma málum í réttan farveg og þar með verður öll sú vinna sem þó hefur farið fram handónýt. Ég má ekki til þess hugsa. Nauðsynlegt er að sýna skynsemi þó tímarnir séu erfiðir.
Svo frábið ég mér að æst fólk á borgarafundum taki sér þann rétt að lýsa því yfir að þeir tali fyrir þjóðina. Þeir hafa ekkert umboð til þess. Þeir endurspegla sína skoðun og margir aðrir geta haft sömu skoðun sem er annað mál.
Þetta er þjóðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:47 | Facebook
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Jónsson
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Matthíasson
- Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Benedikt Sigurðarson
- Bergur Þorri Benjamínsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bwahahaha...
- Daði Einarsson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Dagbjört Pálsdóttir
- Davíð Jóhannsson
- Dofri Hermannsson
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Helgason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyþór Árnason
- Eyþór Ingi Jónsson
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Femínistinn
- Finnur Jóhannsson Malmquist
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Gísli Steinar Jóhannesson
- Gísli Tryggvason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðríður Arnardóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnsteinn Þórisson
- Gúrúinn
- Hallgrímur Óli Helgason
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Nikulásson
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Helgi Hrafn Halldórsson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Hermann Óskarsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hörður Jónasson
- Ibba Sig.
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga Sig
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Íslandshreyfingin - lifandi land
- Jens Sigurðsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhann Jónsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Jón Svavarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Karl V. Matthíasson
- Kári Harðarson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- kona
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Kristján L. Möller
- Kristján Logason
- Magnús Már Guðmundsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Matthías Björnsson
- Morgunblaðið
- Móðir, kona, sporðdreki:)
- Nýkratar
- Orðið á götunni
- Ólöf Nordal
- Ómar Ragnarsson
- Páll Einarsson
- Páll Jóhannesson
- Pálmi Guðmundsson
- Pálmi Gunnarsson
- Perla
- Pétur Björgvin
- Pétur Gunnarsson
- Pollurinn
- Púkinn
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Reynir Antonsson
- Rósa Harðardóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurður Axel Hannesson
- Sigurður Kaiser
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Skapti Hallgrímsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Þórsson
- Stjórnmál
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sverrir Páll Erlendsson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Tíðarandinn.is
- Toshiki Toma
- Trúnó
- Valdís Anna Jónsdóttir
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vika símenntunar
- Vilborg Traustadóttir
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Egilson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þóra Kristín Hauksdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þórir Kjartansson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
RSS-straumar
Heimasíða Láru
Hér birtist listi yfir færslur á heimasíðunni minni.
Heimasíðan mín
- Augnablik - sæki gögn...
Athugasemdir
Aldrei hélt ég að við yrðum sammála á sviði stjórnmála Lára, en sá tími er komin!
Atli Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 22:54
Sammála, vil ekki kosningar og þeir sem eru að biðja um það eru ekki að tala fyrir mína hönd
Margrét Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 22:54
Algjörlega sammála.
Kolla (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 22:57
Ég er sjálfstæðismaður og búinn að vera það lengi. Mér finnst hreint ömurlegt hvernig komið er fyrir þjóðinni. Þar ber minn flokkur mesta ábyrgð og skapaði það umhverfi sem illgresið þreifst í.
Það er ekki lengur spurning um hvað er skynsamlegt. Ástandið er orðið þannig að ef stjórnin fer ekki frá þá logar hér allt í óeirðum.
Fólk mun ekki sætta sig við að ekki sé hlustað á það. Skoðanakannanir sýna 30% fylgi stjórnarinnar. Áttaðu þig á að stór hluti fólks er að tapa öllu sínu, peningum, íbúðum, atvinnu og sjálfvirðingu.
Að tala niður til þessa fólks eins og þau gera Ingibjörg og Geir er eins og skvetta bensíni á eld.
Sveinn Ingi Lýðsson, 24.11.2008 kl. 23:02
Atli minn, við höfum nú stundum verið sammála;-)
Guðlaugur: Það eru margar þjóðarsálirnar þessa dagana. Menn verða hinsvegar að gæta sín að trúa því ekki að allir hugsi eins og þeir sjálfir. Ég veit ekkert hvað þessi einstaklingur sagði í heild né heldur hvaðan honum kom sá réttur að telja sig þjóðina.
Sveinn Ingi: Ég veit á eigin skinni hvað gengur á eins og flestir aðrir. Ég vil hinsvegar ekki auka vandann. Ég var ekki á fundinum og veit því ekki hvernig Ingibjörg og Geir töluðu en ég hlustaði á tvær ræður Ingibjargar Sólrúnar um helgina og í hvorugri talaði hún niður til okkar sem hlustuðum að mínu mati heldur mjög skynsamlega.
Lára Stefánsdóttir, 24.11.2008 kl. 23:17
Hún var góð tillagan um að 2 fulltrúar almennings sætu ríkisstjórnarfundi...en féll í grýttann jarðveg, of mikið leindó sem fer fram á þessum fundum sem gæti verið hættulegt fyrir þjóðina að vita of mikið um.
Georg P Sveinbjörnsson, 24.11.2008 kl. 23:52
Þessir 12 einstaklingar sem eru í ríkisstjórninni eru fulltrúar almennings í landinu. Hvernig eigum við að kjósa okkur tvo til viðbótar sem hægt væri að túlka sem væru fulltrúar almennings? Og hversu lengi væru þeir "almenningur"?
Lára Stefánsdóttir, 25.11.2008 kl. 00:00
Hversu lengi yrðu þeir óspilltir meinarðu kannski?
Þeim yrði haldið óspilltum með því að skipta þeim hratt út, ríkisstjórnin vissi alldrei hvaða fulltrúi kæmi á næsta fund til að hafa auga með að ekkert ósiðlegt fari fram.
Georg P Sveinbjörnsson, 25.11.2008 kl. 01:32
Það sem fer fram á ríkisstjórnarfundum á ekki að pukrast með eða upplýsast í loðnum tilkynningum, það er ekki jarðvegur fyrir alvöru lýðræði og eykur hættu á hagsmunapoti og siðleysi, á ríkistjórnarfundum væri mikið aðhald að því að vel valdir fulltrúar sem væru þekktir að heiðarleika og að vera ópólitískir fylgdust grant með hverri hreyfingu, efast um að þjóðin hefði ratað í jafn miklar ógöngur og jafnmikil spilling grasserað og viðgengist ef þessi háttur hefði verið hafður á, að velja slíka fulltrúa er lítið mál á tölvuöld, bissnesmenn væru ekki gjaldgengir sem og flokksjálkar, aðeins venjulegir launþegar. Það er allavegana dagljóst að pólitíkusar kosnir í venjulegumþingkosninum þurfa miklu strangara aðhald, svo mikið höfum við lært.
Georg P Sveinbjörnsson, 25.11.2008 kl. 01:52
Mér finnst frekar slagorðakennt að segja að allir einstaklingar í ríkissjórn séu spilltir en að einhverjir óskilgreindir "aðrir" séu algerlega óspilltir og einhver eða einhverjir geti séð það í hendi sér til að velja slíka "óspillta" áheyrnarfulltrúa á ríkisstjórnarfundi. Annars væri gott að vita hvernig þetta er í öðrum löndum. Ég er ekki með það á hreinu.
Með þessum röksemdarfærslum verða menn spilltir af því að vilja vinna fyrir samfélagið og ganga í stjórnmálaflokk eða hafa áhuga á því að stunda viðskipti. Þetta er augljós rökleysa. Alhæfingar af þessu tagi eru ekki til þess fallnar að takast á við þann alvarlega vanda sem við erum að fást við. Rétt eins og alþýða manna sem er að takast á við þetta skelfilega ástand ætlast til þess að fyrir sér sé borin virðing er lágmark að bera virðingu fyrir stjórnmálamönnum og fólki í viðskiptum þar til annað sannast. Það er nauðsynlegt að fara að lögum en dæma ekki menn án dóms og laga. Þá eru menn komnir inn á verulega hættulega braut.
Lára Stefánsdóttir, 25.11.2008 kl. 02:07
Ég játa að ég er að alhæfa fullmikið, en stjórnmálin hefur sett mikið niður að undanförnu og margt skrýtið að koma í ljós, held raunar að við séum aðeins að sjá toppinn á ísajakanum ennþá, í öllu falli eru bissnessmenn og pólitíkusar varasöm í einni sæng og mýtan um hin óspilltu stjórmál á Íslandi beðið mikinn hnekk.
Georg P Sveinbjörnsson, 25.11.2008 kl. 03:46
Ég held að það sé afar mikilvægt að rannsaka ástæðu þeirrar stöðu sem við erum í og grípa til aðgerða. Um það erum við algerlega sammála.
Við vildum sjálfsagt öll vita nákvæmlega hvað gerðist nú þegar, en það er mikilvægt að fara að leikreglum því það er það versta sem getur gerst er að dæma saklaust fólk.
Lára Stefánsdóttir, 25.11.2008 kl. 09:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.