Leita í fréttum mbl.is

Reykjavíkurfundur orðinn þjóðin?

Menn eru nokkuð brattir að lýsa því yfir að þeir séu þjóðin og viti nákvæmlega hvað þjóðin vill. Hvaða yfirlýsingargleði er þetta? Svo lýsa þeir yfir því að þingið starfi ekki í nafni lýðræðis en telja sig sjálfa gta tekið sér slíkt vald. Ég kaus þetta fólk ekki í lýðræðislegum kosningum til að vera fulltrúa fyrir mig á bíófundi í Reykjavík. Ég tók þó þátt í að kjósa til Alþingis þó ég kysi ekki alla flokka eða í öllum kjördæmum.  

Það er glórulaust að fara í kosningar núna, þar með fáum við ekki lánafyrirgreiðslu frá IMF, ekki verður hægt að koma málum í réttan farveg og þar með verður öll sú vinna sem þó hefur farið fram handónýt. Ég má ekki til þess hugsa. Nauðsynlegt er að sýna skynsemi þó tímarnir séu erfiðir.

Svo frábið ég mér að æst fólk á borgarafundum taki sér þann rétt að lýsa því yfir að þeir tali fyrir þjóðina. Þeir hafa ekkert umboð til þess. Þeir endurspegla sína skoðun og margir aðrir geta haft sömu skoðun sem er annað mál.


mbl.is „Þetta er þjóðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aldrei hélt ég að við yrðum sammála á sviði stjórnmála Lára, en sá tími er komin!

Atli Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 22:54

2 identicon

Sammála, vil ekki kosningar og þeir sem eru að biðja um það eru ekki að tala fyrir mína hönd

Margrét Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 22:54

3 identicon

Algjörlega sammála.

Kolla (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 22:57

4 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Ég er sjálfstæðismaður og búinn að vera það lengi. Mér finnst hreint ömurlegt hvernig komið er fyrir þjóðinni. Þar ber minn flokkur mesta ábyrgð og skapaði það umhverfi sem illgresið þreifst í.

Það er ekki lengur spurning um hvað er skynsamlegt. Ástandið er orðið þannig að ef stjórnin fer ekki frá þá logar hér allt í óeirðum.

Fólk mun ekki sætta sig við að ekki sé hlustað á það. Skoðanakannanir sýna 30% fylgi stjórnarinnar. Áttaðu þig á að stór hluti fólks er að tapa öllu sínu, peningum, íbúðum, atvinnu og sjálfvirðingu.

Að tala niður til þessa fólks eins og þau gera Ingibjörg og Geir er eins og skvetta bensíni á eld.

Sveinn Ingi Lýðsson, 24.11.2008 kl. 23:02

5 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Atli minn, við höfum nú stundum verið sammála;-)

Guðlaugur: Það eru margar þjóðarsálirnar þessa dagana. Menn verða hinsvegar að gæta sín að trúa því ekki að allir hugsi eins og þeir sjálfir. Ég veit ekkert hvað þessi einstaklingur sagði í heild né heldur hvaðan honum kom sá réttur að telja sig þjóðina.

Sveinn Ingi: Ég veit á eigin skinni hvað gengur á eins og flestir aðrir. Ég vil hinsvegar ekki auka vandann. Ég var ekki á fundinum og veit því ekki hvernig Ingibjörg og Geir töluðu en ég hlustaði á tvær ræður Ingibjargar Sólrúnar um helgina og í hvorugri talaði hún niður til okkar sem hlustuðum að mínu mati heldur mjög skynsamlega.

Lára Stefánsdóttir, 24.11.2008 kl. 23:17

6 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Hún var góð tillagan um að 2 fulltrúar almennings sætu ríkisstjórnarfundi...en féll í grýttann jarðveg, of mikið leindó sem fer fram á þessum fundum sem gæti verið hættulegt fyrir þjóðina að vita of mikið um.

Georg P Sveinbjörnsson, 24.11.2008 kl. 23:52

7 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Þessir 12 einstaklingar sem eru í ríkisstjórninni eru fulltrúar almennings í landinu. Hvernig eigum við að kjósa okkur tvo til viðbótar sem hægt væri að túlka sem væru fulltrúar almennings? Og hversu lengi væru þeir "almenningur"?

Lára Stefánsdóttir, 25.11.2008 kl. 00:00

8 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Hversu lengi yrðu þeir óspilltir meinarðu kannski?

Þeim yrði haldið óspilltum með því að skipta þeim hratt út, ríkisstjórnin vissi alldrei hvaða fulltrúi kæmi á næsta fund til að hafa auga með að ekkert ósiðlegt fari fram.

Georg P Sveinbjörnsson, 25.11.2008 kl. 01:32

9 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Það sem fer fram á ríkisstjórnarfundum á ekki að pukrast með eða upplýsast í loðnum tilkynningum, það er ekki jarðvegur fyrir alvöru lýðræði og eykur hættu á hagsmunapoti og siðleysi, á ríkistjórnarfundum væri mikið aðhald að því að vel valdir fulltrúar sem væru þekktir að heiðarleika og að vera ópólitískir fylgdust grant með hverri hreyfingu, efast um að þjóðin hefði ratað í jafn miklar ógöngur og jafnmikil spilling grasserað og viðgengist ef þessi háttur hefði verið hafður á, að velja slíka fulltrúa er lítið mál á tölvuöld, bissnesmenn væru ekki gjaldgengir sem og flokksjálkar, aðeins venjulegir launþegar. Það er allavegana dagljóst að pólitíkusar kosnir í venjulegumþingkosninum þurfa miklu strangara aðhald, svo mikið höfum við lært.

Georg P Sveinbjörnsson, 25.11.2008 kl. 01:52

10 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Mér finnst frekar slagorðakennt að segja að allir einstaklingar í ríkissjórn séu spilltir en að einhverjir óskilgreindir "aðrir" séu algerlega óspilltir og einhver eða einhverjir geti séð það í hendi sér til að velja slíka "óspillta" áheyrnarfulltrúa á ríkisstjórnarfundi. Annars væri gott að vita hvernig þetta er í öðrum löndum. Ég er ekki með það á hreinu.

Með þessum röksemdarfærslum verða menn spilltir af því að vilja vinna fyrir samfélagið og ganga í stjórnmálaflokk eða hafa áhuga á því að stunda viðskipti. Þetta er augljós rökleysa. Alhæfingar af þessu tagi eru ekki til þess fallnar að takast á við þann alvarlega vanda sem við erum að fást við. Rétt eins og alþýða manna sem er að takast á við þetta skelfilega ástand ætlast til þess að fyrir sér sé borin virðing er lágmark að bera virðingu fyrir stjórnmálamönnum og fólki í viðskiptum þar til annað sannast. Það er nauðsynlegt að fara að lögum en dæma ekki menn án dóms og laga. Þá eru menn komnir inn á verulega hættulega braut.

Lára Stefánsdóttir, 25.11.2008 kl. 02:07

11 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ég játa að ég er að alhæfa fullmikið, en stjórnmálin hefur sett mikið niður að undanförnu og margt skrýtið að koma í ljós, held raunar að við séum aðeins að sjá toppinn á ísajakanum ennþá, í öllu falli eru bissnessmenn og pólitíkusar varasöm í einni sæng og mýtan um hin óspilltu stjórmál á Íslandi beðið mikinn hnekk.

Georg P Sveinbjörnsson, 25.11.2008 kl. 03:46

12 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Ég held að það sé afar mikilvægt að rannsaka ástæðu þeirrar stöðu sem við erum í og grípa til aðgerða. Um það erum við algerlega sammála.

Við vildum sjálfsagt öll vita nákvæmlega hvað gerðist nú þegar, en það er mikilvægt að fara að leikreglum því það er það versta sem getur gerst er að dæma saklaust fólk.

Lára Stefánsdóttir, 25.11.2008 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband