Leita í fréttum mbl.is

Þekkingarauður

Miklir möguleikar felast í endurnýjanlegri orku á Íslandi sem hægt er að nýta til uppbyggingar í landinu á jákvæðan hátt. Sérþekking íslenskra vísindamanna er þekkingarauður sem hægt er að veita öðrum þjóðum sem hingað til hafa ekki nýtt jarðhita á sama hátt og við höfum gert. Þekkingareign er ekki nægilega skilgreind sem verðmæti og hér á landi hefur skort reynslu og þekkingu á að selja ráðgjöf og þekkingarþjónustu. Við erum vanari sölu á innpökkuðum varningi en því að selja það sem við vitum.

Ég tel að það sé gríðarlega eftirsóknarvert verkefni að skrá þekkingarauðinn í ríkari mæli og búa hann til útflutnings t.d. í stað þess að fólk flytji úr landi með þá þekkingu sem það hefur.

Nokkuð hefur borið á einhæfri umræðu þegar kemur að endurnýjanlegum orkugjöfum eins og jarðhitaorku. Slíkt stafar e.t.v. af því að ekki hafa boðist nægilega fjölbreyttir kostir til að nýta orkuna. En það er mikilvægt að hafa augun opin fyrir slíku.


mbl.is Íslensk orka í brennidepli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband