23.11.2008 | 01:29
Öflug ræða Ingibjargar Sólrúnar
Augljóst var á flokksstjórnarfundi í dag að formaður Samfylkingarinnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er vön að standa við stjórnvölinn og missir ekki fókus þó tímar séu erfiðir. Hún hefur þann undraverða hæfileika að geta horft markvisst á þau verkefni sem þarf að vinna að og lætur ekki úlfaþyt þeyta sér af leið.
Stundum finnst mér eins og menn horfi á þann vanda sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir sem tölvuleik og þeir vilji bara ýta á takka til að komast í næsta borð eða endurræsa leikinn og allt sem þar hafði gerst hverfi snarlega og allt verði eins og fyrr. Sumir telja að það gerist með kosningum, aðrir með því að skipta um fólk og þá á að gerast einhver hókus pókus og ekkert hefur gerst.
Það þarf sterk bein og einarðan vilja til að vinna þau verkefni sem þjóðin þarf á að halda. Hafa yfirsýn yfir fjölmarga málaflokka til þess að taka tillit til fjölþættra verkefna því lífið er ekki svo einfalt að eitthvað eitt hjálpi öllum. Við þá vinnu er mikilvægt að þeir sem vilja berjast fyrir jöfnuði í samfélaginu séu við stjórnvölinn.
Ég veit að með Ingibjörgu Sólrúnu við forystu fyrir liði Samfylkingarinnar í ríkisstjórn verður allt gert til að vinna eins vel úr hlutunum og mögulegt er sem gerir það að verkum að þrátt fyrir að tímar séu erfiðir þá veit ég að það er gott fólk úr liði okkar í Samfylkingunni sem mun gera allt sem mögulegt er í þeirri stöðu sem við erum í.
Það er enginn valkostur í lífinu að gefast upp.
Áfallastjórnuninni lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Jónsson
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Matthíasson
- Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Benedikt Sigurðarson
- Bergur Þorri Benjamínsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bwahahaha...
- Daði Einarsson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Dagbjört Pálsdóttir
- Davíð Jóhannsson
- Dofri Hermannsson
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Helgason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyþór Árnason
- Eyþór Ingi Jónsson
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Femínistinn
- Finnur Jóhannsson Malmquist
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Gísli Steinar Jóhannesson
- Gísli Tryggvason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðríður Arnardóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnsteinn Þórisson
- Gúrúinn
- Hallgrímur Óli Helgason
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Nikulásson
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Helgi Hrafn Halldórsson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Hermann Óskarsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hörður Jónasson
- Ibba Sig.
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga Sig
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Íslandshreyfingin - lifandi land
- Jens Sigurðsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhann Jónsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Jón Svavarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Karl V. Matthíasson
- Kári Harðarson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- kona
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Kristján L. Möller
- Kristján Logason
- Magnús Már Guðmundsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Matthías Björnsson
- Morgunblaðið
- Móðir, kona, sporðdreki:)
- Nýkratar
- Orðið á götunni
- Ólöf Nordal
- Ómar Ragnarsson
- Páll Einarsson
- Páll Jóhannesson
- Pálmi Guðmundsson
- Pálmi Gunnarsson
- Perla
- Pétur Björgvin
- Pétur Gunnarsson
- Pollurinn
- Púkinn
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Reynir Antonsson
- Rósa Harðardóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurður Axel Hannesson
- Sigurður Kaiser
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Skapti Hallgrímsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Þórsson
- Stjórnmál
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sverrir Páll Erlendsson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Tíðarandinn.is
- Toshiki Toma
- Trúnó
- Valdís Anna Jónsdóttir
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vika símenntunar
- Vilborg Traustadóttir
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Egilson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þóra Kristín Hauksdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þórir Kjartansson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
RSS-straumar
Heimasíða Láru
Hér birtist listi yfir færslur á heimasíðunni minni.
Heimasíðan mín
- Augnablik - sæki gögn...
Athugasemdir
Það er engin að tala um að gefast upp. Ingibjörg er búin að fyrirgera því tausti sem hún hafði á meðal fólks. M.a með því að gera ekki kröfur um breytingar í málefnum Seðlabankanns. Í raun ætti sf að setja það sem skilyrði fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi að Davíð víki. Næg eru tilefnin.
Þessutan er sf ekki samstíga, og greinilegur skoðanaágreiningur er innan flokksins.
Nei, betra að byrja með hreint blað og efna til kosninga..
hilmar jónsson, 23.11.2008 kl. 01:38
Ættum við að gera Davíð það til geðs að hrekja Samfylkinguna úr ríkisstjórn og Sjálfstæðisflokkurinn fari í samstarf með öðrum? Einungis forsætisráðherra getur óskað eftir kosningum. Krafa um breytingu á Seðlabankanum hefur komið skýrt fram af hálfu Samfylkingarinnar. Enda er fullkomlega eðlilegt að breyta starfsháttum opinberra stofnana sem fara með fjármálaumhverfi landsins.
Það verður ekkert hreint blað eftir kosningar, einungis a.m.k. tveggja mánaða tafir við þá vinnu sem þarf að fara fram og engin trygging fyrir því hvers konar stjórn tekur við völdum.
Þeir sem þekkja til kosninga vita hversu gríðarleg vinna þær eru og kosnaðarsamar fyrir alla sem að þeim koma. Við þurfum einfaldlega á öllu okkar fólki að halda í þau verk sem þarf að vinna. Nú er ekki tíminn til að gefast upp.
Lára Stefánsdóttir, 23.11.2008 kl. 01:47
Ekki sammála. Þetta er ekki spurning um að gera Davíð til geðs eða ekki.
Þetta er grunvallarspurning um hvort við ætlum að úthýsa siðspillingu meðal æðstu ráðamanna eða ekki. Hver segir að Sjálfstæðisflokkurinn verði í aðstöðu til að velja sér leppflokk eftir kosningar. Hann mun fá herfilega útreið í kosningu.
hilmar jónsson, 23.11.2008 kl. 02:00
Mjög góð færsla - ég er líka í Samfylkingunni en á oft erfitt með að fatta hugsunarháttinn en ég skil þetta betur núna.
Það er Sjálfstæðisflokkurinn sem ákveður hvort það verður kosið í vor - þess vegna er vonlaust að gera sér vonir um að það verði kosið í vor.
Þú hittir nefnilega naglan á höfuðið í athugasemdinni. Ef Samfylkingin fer úr ríkisstjórn þá verður mynduð ný ríkisstjórn samstundis með framsókn og mögulega með stuðningi frjálslyndra sem væri hræðilegt fyrir þjóðina.
Þess vegna vill Samfylkingin ekki að það fari fram kosningar og það er eina ástæðan held ég.
En þetta eru hættulegir tímar. það eru tímar þegar hægt að komast upp með pragmatík í pólitík, eins og þegar Samfylkingin lagði af stefnu sina í Evrópumálum og gekki í hjónaband með Sjálfstæðisflokknum og komst bærilega frá þvi. En að halda að það sé hægt að spila sama leikinn áfram þegar allt traust milli þings og þjóðar er horfið er móðgun við kjósendur (eins og Þórunn, Björgvin, Ellert og Steinunn gera sér grein fyrir.)
Mikið var gott að hlusta á ræðu Katrínar Oddsdóttur sá Austurvelli í gær. Hlusta á það sem hún sagði og hvernig hún segir það.
Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 02:45
Þarna kom loks skýringin sem mig vantaði á ástandinu og það er þetta með tölvuleikina. Fólk sem leikur þá mikið fer að hugsa örðuvísi og í einhverskonar skyndilausnum. Mér finnst stundum eins og kröfurnar nái svo stutt og séu svo vanhugsaðar. Bara að hafa sem hæst, formæla sem flestum og allir burt, það er patentið. Hefði svo gjarnan vilja vera þarna á fundinum en það er ekki á allt kosið
Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.11.2008 kl. 02:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.