Leita í fréttum mbl.is

Frelsi eða fjötrar?

Það hefur hryggt mig óumræðilega að fylgjast með hvernig Bandaríkjamenn meðhöndla fanga sem þeir trúa að hafi staðið bak við hryðjuverkaárásir. Auðvitað á að refsa mönnum fyrir afbrot en hinsvegar að geyma þá á eyju án dóms og laga árum saman er fyrirlitlegt.

Þeir sem eru sekir meðal þessa fólks, ég ætla allavega að vona að þeir hafi einhverja seka í haldi, búa við réttarfar sem glæpamenn sem hafa orðið valdir að dauða tugþúsunda manna þurfa ekki að búa við. Stríðsglæpamenn seinni heimsstyrjaldarinnar fá sín réttarhöld, fúlmenni sem ásökuð eru fyrir þjóðarmorð fá réttarhöld, allir hafa rétt á því að verja sig og þar með líka þetta fólk.

Ég áttaði mig ekki á því að það frelsi sem Bandaríkjamenn hafa boðað heimsbyggðinni fjallar aðeins um frelsi sinna eigin þegna, aðrir íbúar veraldar eru annars flokks fólk hvað stjórnarfar Bandaríkjanna áhrærir þegar þeir vilja svo við hafa.

Guantanamo er hræðilegur blettur á hinni bandarísku þjóð. Frelsi þeirra eru fjötrar heimsbyggðarinnar.


mbl.is Lokuð réttarhöld Guantanamo-fanga gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Svavarsson

Já þetta er farið að ganga fram úr allri almennri skynsemi, ofsóknaræði BNA er með ólíkindum og ættu Íslendingar að meðhöndla alla sem koma frá BNA eins hverja aðra ótínda glæpamenn og láta þá framvísa sakavottorði og lífsýnum áður en þeir fá að koma til landsins. Þeir gera það amk við okkur og því skyldu þeir ekki gera það sama, þetta gerðu Brasilíumenn. Kveðja Jón

Jón Svavarsson, 9.3.2007 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband