Leita í fréttum mbl.is

500 þúsund manns!

Það má margt segja um þessa frétt en mig langar að gera að umræðuefni vinnuframlag landsmanna og þess sem Max Keiser segir: "Íslendingar eru evrópskt land með bandarískan vinnumarkað". Eftir þessu að dæma þá má leysa töluvert mikið atvinnuleysi með því að menn vinni einungis eina vinnu og einnig væri kostur að menn gætu notið meiri tíma með fjölskyldu sinni og vinum.

Eins vel og þetta hljómar þá er vandi okkar sá að við þurfum að greiða lán sem hækka stöðugt og því dugar varla ein vinna fyrir marga. Það hlýtur að vera freistandi fyrir marga að sækja sér vinnu í öðrum löndum þar sem launin eru e.t.v. í sama gjaldmiðli og lánið sem er verið að greiða.

Eins og staðan er þá eru lán heimilanna óviðráðanleg fyrir mjög marga og í óviðráðanlegri stöðu er fátt eitt hægt að gera annað en vinna meira. Það er nauðsynlegt fyrir okkur að hafa yfirsýn yfir hversu margir eru í þessari stöðu og hvernig er hægt að bregðast við því. Þeir sem geta ekki og munu ekki geta staðið í skilum þurfa að fá fyrirgreiðslu því það er töluverður munur á að standa eignalaus uppi en að standa uppi eignalaus með svo miklar skuldir að þær verða aldrei greiddar.

Ég hef ekki djúpstæða þekkingu á lagaumhverfi gjaldþrota en tel að í núverandi ástandi þurfi að skoða hvort ekki þurfi tímabundið að vinna á annan hátt með gjaldþrot en gert hefur verið hingað til.  


mbl.is Trúðu á kraftaverkahagkerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykjavíkurfundur orðinn þjóðin?

Menn eru nokkuð brattir að lýsa því yfir að þeir séu þjóðin og viti nákvæmlega hvað þjóðin vill. Hvaða yfirlýsingargleði er þetta? Svo lýsa þeir yfir því að þingið starfi ekki í nafni lýðræðis en telja sig sjálfa gta tekið sér slíkt vald. Ég kaus þetta fólk ekki í lýðræðislegum kosningum til að vera fulltrúa fyrir mig á bíófundi í Reykjavík. Ég tók þó þátt í að kjósa til Alþingis þó ég kysi ekki alla flokka eða í öllum kjördæmum.  

Það er glórulaust að fara í kosningar núna, þar með fáum við ekki lánafyrirgreiðslu frá IMF, ekki verður hægt að koma málum í réttan farveg og þar með verður öll sú vinna sem þó hefur farið fram handónýt. Ég má ekki til þess hugsa. Nauðsynlegt er að sýna skynsemi þó tímarnir séu erfiðir.

Svo frábið ég mér að æst fólk á borgarafundum taki sér þann rétt að lýsa því yfir að þeir tali fyrir þjóðina. Þeir hafa ekkert umboð til þess. Þeir endurspegla sína skoðun og margir aðrir geta haft sömu skoðun sem er annað mál.


mbl.is „Þetta er þjóðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þekkingarauður

Miklir möguleikar felast í endurnýjanlegri orku á Íslandi sem hægt er að nýta til uppbyggingar í landinu á jákvæðan hátt. Sérþekking íslenskra vísindamanna er þekkingarauður sem hægt er að veita öðrum þjóðum sem hingað til hafa ekki nýtt jarðhita á sama hátt og við höfum gert. Þekkingareign er ekki nægilega skilgreind sem verðmæti og hér á landi hefur skort reynslu og þekkingu á að selja ráðgjöf og þekkingarþjónustu. Við erum vanari sölu á innpökkuðum varningi en því að selja það sem við vitum.

Ég tel að það sé gríðarlega eftirsóknarvert verkefni að skrá þekkingarauðinn í ríkari mæli og búa hann til útflutnings t.d. í stað þess að fólk flytji úr landi með þá þekkingu sem það hefur.

Nokkuð hefur borið á einhæfri umræðu þegar kemur að endurnýjanlegum orkugjöfum eins og jarðhitaorku. Slíkt stafar e.t.v. af því að ekki hafa boðist nægilega fjölbreyttir kostir til að nýta orkuna. En það er mikilvægt að hafa augun opin fyrir slíku.


mbl.is Íslensk orka í brennidepli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband