Leita í fréttum mbl.is

Grímuklædd?

Það er óhugnanlegt að sjá fólk á myndbandinu hylja andlit sín grímum og hrópa ógnandi. Við erum ekki vön grímuklæddu fólki nema úr ránum eða öðrum afbrotum enda virtist mér þetta varla mótmæli í lýðræðislegu samfélagi heldur ógn við Alþingi og lýðræðislega kjörið fólk sem þar situr. Ég verð að viðurkenna að ég hefði frekar viljað fá fréttir af umræðum um Icesafe málið sem Sif var að reyna að hefja enda meiri þörf á því og öllu lýðræðislegra.

Nú hafa menn séð skipt um stjórn Reykjavíkurborgar nokkrum sinnum þetta kjörtímabil og ef til vill eigum við eftir að sjá slík skipti á Alþingi. Ég verð þó að viðurkenna að ég vildi frekar sjá stjórnendur landsins takast á við verkefnin eins og staðan er. En það er ekkert óeðlilegt að kjósa um leið og menn geta sett fram markmið að lausnum sem hægt væri að kjósa um. Við erum ekki komin þangað ennþá.


mbl.is Siv: Vildi helst hlaupa í felur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers konar traust?

Hverju treystum við þegar spurt er um traust á fjölmiðlum? Er það traust hvort þeir séu að segja frá einhverju sem raunverulega gerðist eða er það traust á því hvernig þeir segja frá? Er það spurningin um að treysta því að rétt aðalatriði séu dregin fram? Hvers konar traust? Ef við skoðum t.d. umfjöllun um mótmælafund í Reykjavík í dag draga fjölmiðlarnir eftirfarandi fram:

mbl.is: "Ábyrgðin er ekki okkar"
RÚV:    "Mótmælt 9. laugardaginn í röð"
visir.is: "Færri mótmæla á Austurvelli"

Áherslupunktarnir eru misjafnir. Morgunblaðið telur fyrirsögnina felast í fullyrðingu Gerðar Kristnýjar að Íslendingar beri almennt ekki ábyrgð heldur ráðamenn þjóðarinnar. RÚV dregur fram hversu oft er mótmælt en visir.is að nú séu færri sem mótmæla. Ef menn skanna bara fyrirsagnir þá fjallar mbl.is um innihald en hinir tveir miðlarnir um megindlegar upplýsingar um fundina,  hversu oft þeir hafa verið haldnir og hversu margri sækja þá m.v. það sem áður er.

Ég hefði viljað sjá hverju menn svara ef þeir eru spurðir hvort fjölmiðill túlki atburði eftir mismunandi pólitískum skoðunum. Eftir hvaða skoðunum þá?


mbl.is Treysta mbl.is best netmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppsagnarbréf

Hér með segi ég undirrituð upp þeim stöðugu áhyggjum sem ég hef haft af fjármálum mínum og Íslands. Ég segi upp reiði yfir því sem hefur gerst, vondum hugsunum og áfellisdómum.

Á sama tíma hef ég ráðið mig í vinnu við að finna lausnir, auka gleði mína, efla góðar hugsanir. Með því einu tel ég að bæði ég og landið mitt geti vænst þess að við náum árangri. Ég mun vinna við það sem ég ræð við og treysta því að fagleg skoðun á vanda þjóðarinnar leiði í ljós hvers vegna hann er.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband