Leita í fréttum mbl.is

Hvers konar traust?

Hverju treystum við þegar spurt er um traust á fjölmiðlum? Er það traust hvort þeir séu að segja frá einhverju sem raunverulega gerðist eða er það traust á því hvernig þeir segja frá? Er það spurningin um að treysta því að rétt aðalatriði séu dregin fram? Hvers konar traust? Ef við skoðum t.d. umfjöllun um mótmælafund í Reykjavík í dag draga fjölmiðlarnir eftirfarandi fram:

mbl.is: "Ábyrgðin er ekki okkar"
RÚV:    "Mótmælt 9. laugardaginn í röð"
visir.is: "Færri mótmæla á Austurvelli"

Áherslupunktarnir eru misjafnir. Morgunblaðið telur fyrirsögnina felast í fullyrðingu Gerðar Kristnýjar að Íslendingar beri almennt ekki ábyrgð heldur ráðamenn þjóðarinnar. RÚV dregur fram hversu oft er mótmælt en visir.is að nú séu færri sem mótmæla. Ef menn skanna bara fyrirsagnir þá fjallar mbl.is um innihald en hinir tveir miðlarnir um megindlegar upplýsingar um fundina,  hversu oft þeir hafa verið haldnir og hversu margri sækja þá m.v. það sem áður er.

Ég hefði viljað sjá hverju menn svara ef þeir eru spurðir hvort fjölmiðill túlki atburði eftir mismunandi pólitískum skoðunum. Eftir hvaða skoðunum þá?


mbl.is Treysta mbl.is best netmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband