Leita í fréttum mbl.is

Uppsagnarbréf

Hér með segi ég undirrituð upp þeim stöðugu áhyggjum sem ég hef haft af fjármálum mínum og Íslands. Ég segi upp reiði yfir því sem hefur gerst, vondum hugsunum og áfellisdómum.

Á sama tíma hef ég ráðið mig í vinnu við að finna lausnir, auka gleði mína, efla góðar hugsanir. Með því einu tel ég að bæði ég og landið mitt geti vænst þess að við náum árangri. Ég mun vinna við það sem ég ræð við og treysta því að fagleg skoðun á vanda þjóðarinnar leiði í ljós hvers vegna hann er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

frábær hugmyn. Fáðu fleiri í lið með þér.

Ragnhildur Kolka, 4.12.2008 kl. 14:14

2 identicon

Góð hugmynd - ég er einmitt búin setja fréttabann á heimilið á kvöldin(þarf ekki að taka fram að það er kreppufréttabann eða hvað) og mér líður miklu betur í sálinni og brosi nú með hjartanu  reyndar lítið mál að gera svona þegar 1 býr á heimilinu en ég held að fleiri ættu að hætta að elta allar neikvæðar fréttir....væri til í að vera á krepputalslausum vinnustað en það er ekki á allt kosið!!

Valgerður Ósk (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband