Leita í fréttum mbl.is

Ekki þjóðin, ekki lýðræði, bara ofbeldi

Ofbeldishneigt fólk fékk í dag útrás með því að eyðileggja eignir Stöðvar 2 og Hótel Borgar. Í fjárhagskreppu sér fólk af þessu tagi ekki annað ákjósanlegra en að auka á vanda samfélagsins með skemmdarverkum. Einnig hindruðu þeir lýðræðislega umræðu og þá von okkar hinna að fá upplýsingar um hvað er á döfinni og hvernig verður unnið eftir þau uppgjör sem fara fram hjá a.m.k. tveimur stjórnmálaflokkum í janúar.

Minna má á að margir hafa reynt að leysa þjóðfélagsvanda með ofbeldi víða um heim. Það hefur ekki virkað. Friðsamleg mótmæli hafa hinsvegar skilað árangri.

Þessi mótmæli nú eiga ekkert skylt við friðsamleg mótmæli undanfarið og ég frábið mér að grímuklæddir ofbeldismenn kenni sig við íslenska þjóð. Þeir eru einungis ofbeldishneigðir einstaklingar. Punktur og basta.

 


mbl.is Beitti piparúða á mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frelsi:= Eignir_þjóðar + Lán_þjóðarábyrg + Einkagróði

Frelsi hefur einhvernvegin misst gildi sitt í orðabókinni minni. Einkaframtakið sem átti að vera svo miklu betur í stakk búið til að stunda rekstur en þjóðin hefur fengið frelsi til að athafna sig svo um munar. Sumir fengu eignir þjóðarinnar, banka, fisk og margt fleira. Síðan gátu þeir tekið lán og gert þjóðina ábyrga fyrir þeim. Einkagróðann fengu þeir í eigin vasa og borguðu lægri skatta af honum en alþýða manna með eigin vinnu. Rökin, jú þá myndu þeir búa til meiri vinnu fyrir fólk sem borgaði síðan hærri skatta.

Í mínum huga þá virðist það eina sem var einkavætt væri gróði sem varð til eftir handónýtum leikreglum hagfræði sem hefur beðið skipbrot. Þegar á reyndi þá var þjóðin meira og minna ábyrg fyrir skuldunum, missti eignirnar, græddi lítið og tapaði miklu.

Einkaframtakið fór harla illa með frelsi sitt og hefur hneppt þjóðina í ánauð. Þetta er líklega frelsi einstaklingsins til að setja þjóðina í ánauð. Er það frelsi? Hver varð frjáls? Það eina sem var í raun einkavætt var tímabundinn gróði í vasa fárra einstaklinga.


mbl.is Ríkið hluthafi í verslunarkeðjum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nafli alheimsins???

Við erum útkjálki, það þarf ekki haukfráa sjón til að sjá það á landakorti. Sá mikli misskilningur að við séum nafli alheimsins af því við séum ekki í samstarfi við aðra er pólitísk blinda. Við erum ekki einu sinni útkjálki í dag, við erum einfaldlega eyja í miðju úthafi sem rekum stjórnlaust án þess að vita hvar við náum landi þegar upp er staðið. Sú sýn sem menn eru að reyna að selja íslenskri þjóð að við séum nafli alheimsins er fáránleg, við höfum siglt þessu landi í strand á kletti í úthafi án þess að geta miklar bjargir okkur veitt án þess að leita á náðir annarra þjóða.

Það er undir okkur sjálfum komið hver áhrif við höfum í samfélagi annarra þjóða og hver áhrif okkar verða innan Evrópusambandsins. Áhrif okkar utan félagasamtaka þjóða eru hinsvegar engin eftir að við urðum fjárhagslega bjargarlaus. Fiskurinn virðist ekki ætla að verða björgunarhringur og ekki álið. Ég hef hinsvegar þá bjargföstu trú að Íslendingar geti vel látið í sér heyra og haft áhrif innan Evrópusambandsins þó svo að Styrmir Gunnarsson hafi það ekki. En ef hann hefur ekki trú á okkur innan Evrópusambandsins af hverju í ósköpunum hefur hann þá trú á okkur utan þess þar sem við höfum enga samstarfsmenn heldur göngum um með betlistaf?

Hvað svo sem Styrmir Gunnarsson hrópar á hól, þá erum við ekki nafli alheimsins og verðum það ekki hvort sem við erum innan eða utan Evrópusambandsins.


mbl.is Ísland áhrifalaus útkjálki?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband