Leita í fréttum mbl.is

Markmið Samfylkingarinnar

Þó svo að sumir telji Sjálfstæðisflokkinn miðdepil heimsins þá var Samfylkingin ekki stofnuð með það að markmiði að ýta þeim flokki til hliðar heldur til að vinna að ákveðnum pólitískum markmiðum. Þetta veit Björn Bjarnason mætavel en hann hefur gaman af því að skjóta á samherja sem andstæðinga og bara gaman að því.

Þeir sem hafa fylgst með umræðu Samfylkingarinnar um Evrópusambandið vita mætavel að sú umræða hófst ekki hjá okkur í fjármálakrísunni. Það gerðist hinsvegar hjá Sjálfstæðisflokknum, þar blasti skipbrot "frelsis" sem reyndist leiða til hömlulausrar græðgi. Skipbrot frelsis án aðhalds og eftirlits er algert.

Mikilvægast er að ræða Evrópusambandsaðild efnislega án þess að vera sífellt að hnýta í aðra. Sjálfstæðismönnum veitir ekki af allri sinni orku og tíma í að skoða málið hratt núna þar sem þeir hafa slugsað við heimavinnuna sína í þessum efnum undanfarin ár.

Ræði Sjálfstæðisflokkurinn einungis Evrópusambandið á landsfundi sínum væri hann ekki að bregðast sagnfræði sinni eða sögulegu hlutverki. Hann væri einfaldlega algerlega að bregðast flokksmönnum sínum þar sem það er alvarleg fjármálakreppa á Íslandi ef mönnum er það ekki ljóst. Það er því full ástæða fyrir flokkinn að ræða ástæður hennar og viðbrögð við henni á sínum landsfundi.


mbl.is „Brygðist sögulegu hlutverki sínu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eldri kynslóðir utanveltu?

Þegar ég las frétt um notendur Fésbókar á Íslandi staldraði ég við aldursskiptinguna. Á aldrinum 50-59 ára eru 13,2% á Fésbókinni en 3,1% þeirra sem eldri eru en 60 ára. Ólíkt yngri aldurshópum þar sem 95,8% fólks á aldrinum 20-29 ára eru skráðir og 63,5% þeirra sem eru áratug eldri. Hér endurspeglast kynslóðabilið með skýrum hætti í því sem oft er kölluð stafræn gjá sem aðgreinir þá eldri og hina fátækari frá þeim yngri.

Yfirleitt breiða þeir eldri yfir þessa gjá með ákveðnu yfirlæti og tala um þá sem "alltaf eru hangandi í tölvu" eða "fara aldrei neitt". Auðvitað eru síðan einstaklingar sem kæra sig ekkert um tölvur en þeir eru svosem í öllum aldurshópum.

Þetta minnir mig á gjána milli þeirra eldri og yngri þegar ég var í kringum tvítugt. Þá kom gjáin fyrst og fremst fram í því hvaða tónlist menn hlustuðu á. Tónlist hinna yngri var garg, fatnaðurinn druslur, hárið ómögulegt og svo hékk fólk á alskyns grillstöðum og nartaði í franskar kartöflur því okkur var hent út um leið og skammturinn var búinn.

Í dag spjallar fólk á tölvum og flestar ungar konur klæðast svörtu eins og grískar ekkjur. Það verður alltaf kynslóðabil en ef við miðaldra horfum til baka, hverju vildum við sleppa af því sem var óþolandi að mati eldri kynslóða?


mbl.is Næstum allir á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband