Leita í fréttum mbl.is

Nafli alheimsins???

Við erum útkjálki, það þarf ekki haukfráa sjón til að sjá það á landakorti. Sá mikli misskilningur að við séum nafli alheimsins af því við séum ekki í samstarfi við aðra er pólitísk blinda. Við erum ekki einu sinni útkjálki í dag, við erum einfaldlega eyja í miðju úthafi sem rekum stjórnlaust án þess að vita hvar við náum landi þegar upp er staðið. Sú sýn sem menn eru að reyna að selja íslenskri þjóð að við séum nafli alheimsins er fáránleg, við höfum siglt þessu landi í strand á kletti í úthafi án þess að geta miklar bjargir okkur veitt án þess að leita á náðir annarra þjóða.

Það er undir okkur sjálfum komið hver áhrif við höfum í samfélagi annarra þjóða og hver áhrif okkar verða innan Evrópusambandsins. Áhrif okkar utan félagasamtaka þjóða eru hinsvegar engin eftir að við urðum fjárhagslega bjargarlaus. Fiskurinn virðist ekki ætla að verða björgunarhringur og ekki álið. Ég hef hinsvegar þá bjargföstu trú að Íslendingar geti vel látið í sér heyra og haft áhrif innan Evrópusambandsins þó svo að Styrmir Gunnarsson hafi það ekki. En ef hann hefur ekki trú á okkur innan Evrópusambandsins af hverju í ósköpunum hefur hann þá trú á okkur utan þess þar sem við höfum enga samstarfsmenn heldur göngum um með betlistaf?

Hvað svo sem Styrmir Gunnarsson hrópar á hól, þá erum við ekki nafli alheimsins og verðum það ekki hvort sem við erum innan eða utan Evrópusambandsins.


mbl.is Ísland áhrifalaus útkjálki?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband