Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Ótrúleg eljusemi

Ég hef alltaf dáðst að því fólki sem fer þennan hring og reynt að telja mér trú um að komast í nógu gott form til að fara með. Niðurstaðan er alltaf sú sama að ég sit við tölvuna og læri í staðinn og er bara bústin og falleg. Hinsvegar væri vit í því að gera svona innisetupúkum eins og mér mögulegt að komast upp á fjall í skíðalyftu yfir sumartímann. Þetta gerði ég í Sviss og var afskaplega gaman að virða fyrir sér fagurt útsýni af háum fjallstindi án teljandi fyrirhafnar. Þetta væri mjög gaman að gera hér í Hlíðarfjalli en nú er ríkið að gera upptækt hluta af því svæði og þar á meðal vatnslindir Akureyrar svo spuring er hvort Akureyringar fái ráðið uppbyggingu á því svæði.
mbl.is Fjölmenni tekur þátt í Glerárdalsgöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt lag og ljóð

Loksins er ég farin að semja lög aftur, er í áfanga í skapandi skrifum í skólanum til að geta skrifað texta á ensku við myndirnar mínar. Hef ekki gefið mér tíma síðan 2006 að semja og það var frábært að drífa í þessu aftur því tónlistin gefur mikið. En allavega ég samdi nokkur ljóð og lag við eitt þeirra. Þar sem skólinn minn er í San Francisco er ljóðið á ensku og ef einhver vill heyra lagið þá er það hérna.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband