Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Svarthvítt eða litur

Ég hef verið að velta fyrir mér hvort það sé listrænna að taka svarthvítar ljósmyndir eða í lit. Hérna í eina tíð var talið að ekkert væri list nema ljósmyndin væri svarthvít og litmyndir væru fyrst og fremst fyrir lágkúrulegar auglýsingar ef ég man rétt úr ljósmyndasögunni. Einn af þeim sem breytti viðhorfi manna var Ernst Haas en hann leit svo á að litljósmynir væru ekki síður list ef menn kynnu með liti að fara.

Eftir dálitla hugsun áttaði ég mig á því að mér finnst svarthvít ljósmynd fjær mér en sú í lit, fjær í tíma og fjær sálinni á einhvern hátt. Líklega af því hún er óraunveruleg, ég sé ekki í svarthvítu. Þá er spurning hvort það sé erfiðara að taka góða litljósmynd en svarthvíta. Þarf að velta því fyrir mér áfram;-)


Grunnskólinn ekki fyrir alla

Þessi dómur hæstaréttar gerir skólum og sveitarfélögum hér eftir kleift að meta hvort þeir taka á móti fötluðum nemendum. Spurningin er hver skilgreinir hvaða fötlun og hversu mikil gefur heimild til höfnunar. Sé réttur nemenda ekki fortakslaus eins og kemur fram í dómi hæstaréttar þá geta sveitarfélög og skólar beint nemendum í sérskóla og spurning hvort þá fari efnið að snúast um fjármál eða ekki.

Nú er ekki mér vitanlega sérskóli í Seltjarnarneskaupstað og þar með virðist sveitarfélagið geta vísað nemandanum í annað sveitarfélag en greiðir væntanlega kostnaðinn við það. Þá er spurning hvort það kostar sveitarfélag meira að hafa fatlaðan nemanda í eigin grunnskóla eða borga fyrir hann annarsstaðar. Þar með stjórnar sveitarfélagið eða grunnskólinn búsetu þeirra sem eiga fötluð börn og geta þar af leiðandi séð til þess að fatlaðir einstaklingar séu sendir í burtu úr sveitarfélögum sem lengst eru frá sérskólum.

En niðurstaðan er ljós, grunnskólinn er ekki fyrir alla samkvæmt þessum dómi.


mbl.is Bærinn gat neitað stúlku um skólavist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Snerpa!

Það er gaman að sjá fyrirtæki á landsbyggðinni eflast og dafna. Samningur Mílu við Snerpu markar tímamót en með samnýtingu starfsmanna og fjölbreyttari þjónustu ætti þjónustan við viðskiptavinina að verða öflugri.

Ég kynntist Birni Davíðssyni einum af frumkvöðlum Snerpu og aðaleiganda snemma á níunda áratugnum þegar við hjá Íslenska menntanetinu vorum að vinna við að tengja Internetið viða um land. Ákafur eldhugi í málefnum síns svæðis og hefur hvergi dregið af.

Spennandi verður að sjá hvernig Snerpa þróast eftir þessa breytingu.


mbl.is Snerpa tekur að sér starfsemi fyrir Mílu á Ísafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers virði er koparþakið?

Leitt er að vita að koparþak flettist af Austurbæjarskóla og mildi að enginn slasast en engu að síður leitt að vita af eignatjóni. Ég hef hinsvegar áhuga á koparþakinu sem slíku, er þetta ekki dálítið verðmætt þak og er einfalt að endurgera þak af þessu tagi?

Síðan er spurning hvað verður um þann kopar sem fauk af húsinu, hvernig verður hann nýttur? Mun hann ekki nýtast skólanum?


mbl.is Koparþak hafnaði á bifreið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband