Leita í fréttum mbl.is

Kostar ekkert

Hermann Jón hefur afsalað sér biðlaunum sem og fráfarandi bæjarstjóri. Þarna sýna menn í erfiðum kringumstæðum hvernig á að vinna. Fyrir okkur hjá Samfylkingunni er spennandi að taka við keflinu þrátt fyrir að tímarnir séu erfiðir. Hópurinn sem stendur að baki Hermanns er þéttur og hefur fundað á hverjum mánudegi frá upphafi kjörtímabils. Þar hittast fulltrúar í nefndum, ungliðar og 60+ og fara yfir málin. Þetta er um 20 manna hópur, nýir bætast við og aðrir flytjast burtu. Fyrir vikið er  hópurinn meðvitaður um hvað er að gerast, tekur þátt í ákvörðunum og stefnumótun.

Starfið hefur verið til fyrirmyndar og verður gaman að fást við aðdraganda kosninga með stefnumótunarvinnu og lausnaleit því næg eru verkefnin.


mbl.is Akureyri komi sem best út úr öldudalnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Stefánsson

Fjúkk að þau afsali sér bæði biðlaunum. Þau fá stóran plús í kladdann hjá mér fyrir það.

Enn betra væri ef þetta biðlaunakjaftæði væri lagt niður - það er sæmilega tímaskekkjan að borga fólki fyrir að vinna ekki. Það mætti segja mér að það væri erfitt að finna fyrrverandi bæjarstjóra sem hefði átt erfitt með að finna vinnu.

Jón Stefánsson, 9.6.2009 kl. 20:17

2 identicon

Mér þykir ekki  tilefni til að skvetta einhverjum rósum og hrósyrðum og láta eins og þau séu ótrúlega góðhjörtuð við erfiðar aðstæður. Þau voru búin að semja um skiptin og vissu af því allan tímann að þetta yrði svona og punktur og eiga þarafleiðandi ekki að fá krónu þess utan. Ég er hjartanlega sammála Jóni um að biðlaunaréttur er gamalt og úrelt kjaftæði sem ber að afnema og  ef ekki nú í krísunni þá ??? Finnst gaman að sjá góða menn komast að stjórnartaumunum og skiptir þá engu máli hvaða flokki menn tilheyra.Vona að hann ásamt sínu fólki og "einnig"minnihlutanum takist að koma skútunni á kjölinn. Enda þetta með að óska þeim báðum velfarnaðar í stafi og vonandi að hlutirnir batni á Akureyri

Vidar Hansen (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 06:49

3 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Það fer eftir því hvernig við viljum lifa lífinu hvort við hrósum eða ekki. Til dæmis hrósum við krakkaskröttunum ef þau læra og ná góðum einkunnum þó allir viti að auðvitað eigi þau að gera það og bara bjánalegt fyrir þau sjálf þegar þau gera það ekki. Við hrósum vinnufélögunum fyrir vel unnin störf þó við vitum að þeir fái borgað fyrir það. Í starfskjörum bæjarstjóra er biðlaunaréttur sem hluti launa, auðvitað eiga menn að afþakka slík kjör undir þeim kringumstæðum sem nú eru en það gera það ekki allir. Því má hrósa fyrir það sem vel er gert, það er einfaldlega fallegra líf.

Lára Stefánsdóttir, 10.6.2009 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband