Leita í fréttum mbl.is

Heyr, heyr

Það er tími kominn til að menn nýti nútímatækni í námi og skólastarfi. Með stafrænu námsefni má breyta kennsluháttum töluvert svo ekki sé talað um níðþungar skólatöskur. Flest hefur þróast í lífi barna utan námið en ég túlkaði þetta einmitt nýlega í samsettri ljósmynd sem kallast "Homo Zappiens", börn nútímans þekkja að stökkva á milli atriða, sjónvarps, farsíma, tölvu en í skólanum er ennþá skrifað í bók og jafnvel minna en áður var. Þessu þarf auðvitað að breyta og ótrúlegt hversu staðfastur skólinn er í að vera gamaldags.
mbl.is Stafrænar skólabækur í Kaliforníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Hér er þá reiknað með að nemendur noti fartölvur í staðinn. Ættu þá sveitarfélög að skaffa tölvurnar eða nemendur (foreldrar)?

Sigurður Haukur Gíslason, 9.6.2009 kl. 17:59

2 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Það eru margar leiðir að þessu markmiði, það eru til tölvur sem eru mjög ódýarr sem mörg lönd hafa tekið í gagnið. Þær ráða við þetta verkefni. Dæmi frá Portúgal Við höfum dregist töluvert aftur úr á þessu sviði og ekkert sem bendir til annars en við gerum það enn frekar. Perú er með eftirtektarvert átaksverkefni en minna má á að kennarar á Íslandi telja sig einna síst tilbúna til að nota tölvur í námi og kennslu í Evrópu samkvæmt nýlegri rannsókn, hún er hérna einhversstaðar í pappírunum mínum en ég varð svo geðvond þegar ég las hana að hún er grafin einhversstaðar.

Lára Stefánsdóttir, 9.6.2009 kl. 19:34

3 Smámynd: Brosveitan - Pétur Reynisson

Ég hélt fyrirlestur og kynningu um möguleika rafbókarinnar og kynnti mögulega útfærslu rafræns námsefnis í Háskólanum á Akureyri fyrir 6 árum síðan en það var nánast hlegið að mér og hugmyndinni. 

Mörg hundruð miljónir væri hægt að spara með réttri útfærslu og bæta kennsluaferðir gegnum slíka tækni.

Einnig væri hægt að skapa umhverfi kringum slíka rafræna tækni sem virkar hvetjandi á nemandann.

 Kannski að maður hafi bara verið á undan sinni samtíð 

Brosveitan - Pétur Reynisson, 9.6.2009 kl. 19:37

4 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Það eru sveitarfélögin sem skaffa og ákveða fjölda tölva í skólum. Hér í Kópavogi eru t.d. fimm nemendur fyrir hverja tölvu. Kennarar vilja alveg fjölga þeim en ekki þeir sem stjórna bænum.

Ef þessi skýrsla sem þú vitnar til er sú sama og ég las á sínum tíma þá voru (og eru) kennarar tregir til að nota mikið tölvur í sinni kennslu vegna tæknivandamála. Dæmi:

Það þarf að panta tíma í tölvuveri með löngum fyrirvara, netið liggur niðri þegar nemendur eru búnir að logga sig inn og Wordið virkar ekki í tveimur tölvum. Þegar kennarar lenda ítrekað í svona vandamálum þá dregur það eðlilega úr áhuga þeirra að nýta tölvurnar með þessum hætti.

Ef tölvubúnaður í skólum er bættur hér á landi þá er ég ekki í vafa um að íslenskir kennarar séu tilbúnir til að nota tæknina.

Sigurður Haukur Gíslason, 9.6.2009 kl. 20:27

5 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Hér á undan tala ég um grunnskólann. Önnur lögmál gilda í framhaldsskólum og háskólum þar sem hægt er að gera kröfur á að nemendur eigi fartölvur.

Sigurður Haukur Gíslason, 9.6.2009 kl. 20:30

6 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Ég hef þjónustað tölvukerfi í framhaldsskólum og verið við ráðgjöf í fleiri og þekki vel hvað fylgir því. Sumir kennarar leysa þau vandamál sem koma upp en aðrir fara hreinlega af taugum ef tölvan gerir ekki nákvæmlega það sem þeir töldu að hún ætti að gera. Ég hef séð kennara sparka í borð og stóla, einn hrinti mér, nokkuð margir hafa hreinlega sleppt sér og nokkrir hafa dundað við að nudda mér upp úr skítlegum athugasemdum - og finnst að þeir séu óendanlega fyndnir. Sumir ná að töfra fram undraverkefni með einföldum hætti, aðrir vita ekkert hvað þeir eiga að gera nema þeim sé sagt það lið fyrir lið. Nokkrir leggjast í heilagt stríð þar sem fegurð þekkingar getur einungis staðið í bók sem einhver hefur skrifað.

Hvað um það, ég byrjaði að kenna á tölvur 1988 og það eru nákvæmlega sömu rökin núna 20 árum síðar gegn því að nota þær. Sumir skólar eru það heppnir að hafa kennara sem kunna að nota tölvur í kennslu og þar gerast mjög snjallir hlutir en í flestum þeirra er þekkingin ekki til staðar eða þá að þeir sem hafa haft hana hafa misst áhuga á að þurfa að þola stöðugt áreiti í öllum frítímum ásamt geðvonsku félaganna. Ég hef fyrir löngu gefist upp á því að hafa þá skoðun að skólar geti breyst að nokkru marki. Það er þroskandi og eflir starfsandann að hafa alskyns þróunarverkefni í gangi en yfirleitt deyja þau Drottni sínum þegar þeim lýkur.

Lára Stefánsdóttir, 9.6.2009 kl. 22:42

7 Smámynd: Ludvig Kári Forberg

Heil og sæl öll.

Þetta er mjög athyglisverð frétt sem og athugasemdir hér á blog.is. Ég get heldur ekki setið á mér hér og velti því fyrir mér hvort vinur okkar "Tortímandinn" muni nota Apple vélar eða vélar með Windows kerfi...ég er nú einn af þessum "heilaþvegnu" Apple mönnum er vilja ekkert annað er að tölvum kemur. Ég get vel skilið tregðu kennara gagnvart tölvum með Windows enda er það ótrúlega vandræðasamt stýrikerfi og þreytandi í notkun.

Ég var einu sinni umsjónarmaður tölvukerfis háskóla eins úti í USA um nokkurt skeið þar sem 98% vélanna voru nýjar og fínar PC Windows vélar, restin voru eldri Apple vélar. Reynsla mín af því starfi varð þess valdandi að ég ákvað að mín fyrstu tölvukaup yrðu frá Apple og hef ég ekki litið við síðan.

Það merkilega við Windows stýrikerfið er að það er hreinlega atvinnuskapandi því að það er svo mikið vesen að vinna með það og halda því gangandi.

Menn eru kannski ekkert sérstaklega áhugasamir um að breyta þrátt fyrir möguleika á umtalsverðri hagkvæmni í rekstri vegna færri hugbúnaðarvandamála (ef einhverra) sem og betri þjónustu við notendur vegna

notendavænna og traustara stýrikerfis.

Nú er líklegt að einhverjir láti heyra í sér og allt í lagi með það. Ég segi bara svona því að ég hef unnið lengi með bæði kerfin, bæði prívat og á starfsvettvangi og að fenginni reynslu hef ég kosið að velja Apple. Það sama er oft ekki hægt að segja um notendur Windows..

Það er hugsanlegt að þeir í Kaliforníu velji alveg eins Apple kerfið þar sem Makkinn hefur í gegnum tíðina verið sterkur í "education" markaðinum. Hér á Íslandi, aftur á móti, er Windows kerfið alls ráðandi í skólum og breyting þar á ekki líkleg í bráð (því miður).

Ég er nokkuð viss um að kennurum almennt færi betur að vinna með Apple vélar og að töluvert minna yrði um vandræði.

Hvað varðar kaupverð eru Apple vélar engu dýrari en betri gerðir PC véla eins og þær sem nú eru í skólum (Dell, HP, Lenovo) hérlendis.

Þetta átti nú ekki að verða svona langt og sendi mínar bestu kveðjur.

Ludvig Kári

Ludvig Kári Forberg, 9.6.2009 kl. 23:57

8 Smámynd: Ludvig Kári Forberg

Smá leiðrétting...

Menn eru ÞVÍ kannski ekkert sérstaklega áhugasamir um að breyta þrátt fyrir möguleika á umtalsverðri hagkvæmni í rekstri vegna færri hugbúnaðarvandamála (ef einhverra) sem og betri þjónustu við notendur vegnanotendavænna og traustara stýrikerfis.

LKF

Ludvig Kári Forberg, 10.6.2009 kl. 00:00

9 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

PC vs Apple hefur verið lífseig umræða frá því ég byrjaði að vinna við tölvur 1981. Um að gera að elska sínar tölvur og Apple vélarnar eru frábærar, en líka margar aðrar.

Lára Stefánsdóttir, 10.6.2009 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband