Leita í fréttum mbl.is

Lengsta vinnuvika!

Það er ótrúlegt að Íslendingar séu með lengstu vinnuviku OECD landanna og mikið umhugsunarefni. Er það vega þess að atvinnuþátttaka kvenna er mjög mikil? Eða er það vegna þess að vinnusemi þykir dyggð. Fram kom í yfirvinnubanni fyrir allmörgum árum að menn náðu að framkvæma sömu vinnu á skemmri tíma.

Að vera lengi í vinnunni er talið til dyggða á Íslandi og oft tengt vinnusemi sem er líklega fjarri sanni. Spurningin er hvort það eru ekki heilmörg störf laus ef menn skera niður yfirvinnu hvar sem það er mögulegt. Ég þekki til vinnustaðar sem skar niður starfsmann til að aðrir gætu verið með mikla yfirvinnu. Það er mjög ómannúðleg ráðstöfun að mínu mati og ekki hagkvæm því þar með er atvinnurekandi að fá minni vinnu fyrir meiri peninga. Ekki mikil hagfræði þar á ferðinni.

 


mbl.is Íslendingar meðal hávöxnustu þjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband