Leita í fréttum mbl.is

Borgað fyrir viðtöl???

Mér finnst vel gert hjá Dögg Pálsdóttur að birta sundurliðun á kostnaði vegna prófkjörs og þá sérstaklega að sjá að fjölmiðlar rukka viðmælendur sérstaklega fyrir viðtöl. Ég verð að segja eins og er að hér eftir gef ég ekki gramm fyrir viðtöl eða frásagnir á ÍNN og Útvarpi Sögu því ef menn geta borgað fyrir viðtal við sig, hlýtur að vera borgað fyrir spurningar og hvernig viðtalið á að vera. Þar með eru þetta auðvitað bara auglýsingar og hafa ekki annað gildi. Varla fara menn að hrella viðmælanda sem borgar sjálfur fyrir að láta tala við sig því þá væri nú frekar ólíklegt að menn borguðu aftur nema þeir væru haldnir sjálfspíningarhvöt.

 


mbl.is Prófkjörið kostaði 442 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Viðtölin á ÍNN þurfa ekki að koma á óvart, eigandinn auglýsti þetta vel og rækilega.  Sigurður G. kemur mér hins vegar á óvart á útvarpi Sögu, ekki heyrði ég hann auglýsa þetta.  Mér finnst stór munur á því hvort fólk kemur af frjálsum og fúsum vilja í þessa þætti, eða hvort blessað fólkið "kaupir þáttinn". 

Getur verið að "áróður um verðtryggingu"  hjá Sigurði G. og Guðmundi Ó. á útvarpi Sögu sé keyptur

....og ef ég man rétt þá sagðist Guðmundur Ó. hafa tekið 5 milljón króna gengistryggt lán fyrir nokkrum árum til endurbóta á húsnæði.  .....Hefur greinilega ekki viljað það verðtryggða, sem virðist þó vera "hagstæðara" að þeirra sögn.  Eins og Sigurður G. er nú góður útvarpsmaður, reyndar er stór galli á honum hvað hann hefur ætíð rétt fyrir sér og virðist vita flest mikið betur en aðrir 

Er nokkuð skrítið að hugsa svona

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband