Leita í fréttum mbl.is

Lýðræði

Nú eru kosningar innan skamms og flokkar bjóða sig fram, áreiðanlega fleiri en síðast og þau nýju pólitísku öfl sem hafa verið að myndast í mótmælastöðum munu áreiðanlega vera reiðubúin til verka við endurreisn landsins. Ótrúleg eljusemi og dugnaður þeirra við að koma fram skoðunum sínum nýtist vel á Alþingi og hlakka ég til að sjá þau takast á við verkefnin.

Ég er hinsvegar ekki sannfærð um að þriggja mánaða stjórn sé ákjósanlegur kostur, val á fólki í þá stjórn þyrfti að fara fram af hálfu þeirra sem fólk kaus á þing og falið vald í því fólgið sem ekki er skýrt. Lýðræðið er grundvallarstoð samfélagsins og hana ber að virða þó menn séu ekki alltaf sáttir við niðurstöðuna þá er frelsi til að bjóða sig fram og kjósa það sem gerir það að verkum að ólík sjónarmið og hugmyndafræði hafa jafna möguleika.


mbl.is Fylgi VG mælist rúmlega 32%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Arnardóttir

Hjartanlega sammála - ég held að það sé mjög mikilvægt að slíka ekki ríkisstjórn fram í maÍ og skapa þannig glundroða.  Þrátt fyrir allt er þessi ríkisstjórn að vinna að ákveðnum verkum sem er mikilvægt að klára og það myndi skapa allt of mikinn óróa að fara að skipta um lið núna.  Þjóðstjórn eða minnihlutastjórn er jafn umboðslaus og þessi ríkisstjórn án kosninga!

Guðríður Arnardóttir, 24.1.2009 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband