Leita í fréttum mbl.is

Eðlileg ákvörðun

Það er mjög eðlileg ákvörðun hjá Geir Haarde að skipta ekki um í ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins fyrir landsfund í janúar. Á þeim fundi geta flokksmenn kjörið nýja forystu og þrátt fyrir að ekki virðist líklegt að skipt verði um formann þá er þó óeðlilegt að formaður sem veit að hann er í kjöri innan skamms sé að gera breytingar stuttu á undan.

Á landsfundinum kemur í ljós hver viðhorf Sjálfstæðismanna eru til forystu sinnar og í kjölfarið er því hægt að grípa til ráðstafana eða breytinga ef ástæða þykir til. Vonandi verða tímamót hjá flokknum hvað varðar umræðu um Evrópusambandið og flokkurinn í fyrsta skipti tilbúinn til þess að sjá hvað í slíkri aðild felst í raun og veru í stað þess að vera með getgátur og spádóma. Það er löngu kominn tími til að landsmenn sjái það svart á hvítu í stað þess að hafa menn sem telja sig vita hvað er þjóðinni fyrir bestu án þess að kanna það raunverulega.

Það verður spennandi að sjá hverju fram vindur.


mbl.is Geir: Engar ráðherrabreytingar fyrirhugaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Guð minn almáttugur - þú lest grasrót flokksins míns ekki alveg rétt!

Það sem við óskum okkur mest af öllu er að Geir Haarde gerði breytingar á ríkisstjórn sinni og stefnu fyrir landsfund í janúar og taki loksins ákvörðun í einhverju máli!

Á landsfundinum - nákvæmlega - þar er kjörin ný forusta flokksins í samræmi við afrek hennar frá síðasta landsfundi - hvar eru þau afrek?

Já, ég vona að tímamót verði hjá flokknum varðandi afstöðuna til ESB og fleiri mála!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 22.12.2008 kl. 21:57

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Í sjálfu sér er þetta hárrétt hjá þér að það er eðlileg ákvörðun hjá Geir að hrókera ekki í stjórnarliðinu. Úr því hann rak ekki Seðlabankastjórnina og lætur engann sæta ábirgð á verkum sínum, þá er ekki eðlilegt að hann breyti einstökum ráðherrasætum.
En hvað gerist á landsfundinum? Hver sem niðurstaða hans verður þá versna bara þau vandamál sem Geir á við að stríða.

Ég held að hann ætti nú þegar að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt að stefna á kosningar í mars - apríl.

Þjóðstjórn taki við völdum, væntanlega undir forystu Geirs, ef hann treystir sér til.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf landsfund og Geir þarf að láta klappa sig upp.  Hann er góður stjórnmálamaður hann Geir, eða var það, réttara sagt. Hann þarf að taka af skarið í vissum málum og má ekki fresta vandanum endalaust.

Svo vil ég taka undir það með þér að það er spennandi að sjá hvað gerist. Ég er nokkuð svartsýnn fyrir hönd Geirs og í raun fyrir hönd Samfylkingarinnar, því þetta ráðleysi fera að bíta á okkar tiltrú. 

Jón Halldór Guðmundsson, 25.12.2008 kl. 15:17

3 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Ég vil ekki fara í kosningar fyrr en menn eru tilbúnir til að kjósa um Evrópusambandið. Fram að því er svosem ekkert sérstakt um að kjósa hvað varðar stefnumál og setur það mál einungis á byrjunarreit. Eðlilegt er að fara í viðræður, sjá hvað er í pakkanum og kjósa svo. Það ætti að nást á næsta ári;-)

Lára Stefánsdóttir, 25.12.2008 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband