Leita í fréttum mbl.is

Grímuklædd?

Það er óhugnanlegt að sjá fólk á myndbandinu hylja andlit sín grímum og hrópa ógnandi. Við erum ekki vön grímuklæddu fólki nema úr ránum eða öðrum afbrotum enda virtist mér þetta varla mótmæli í lýðræðislegu samfélagi heldur ógn við Alþingi og lýðræðislega kjörið fólk sem þar situr. Ég verð að viðurkenna að ég hefði frekar viljað fá fréttir af umræðum um Icesafe málið sem Sif var að reyna að hefja enda meiri þörf á því og öllu lýðræðislegra.

Nú hafa menn séð skipt um stjórn Reykjavíkurborgar nokkrum sinnum þetta kjörtímabil og ef til vill eigum við eftir að sjá slík skipti á Alþingi. Ég verð þó að viðurkenna að ég vildi frekar sjá stjórnendur landsins takast á við verkefnin eins og staðan er. En það er ekkert óeðlilegt að kjósa um leið og menn geta sett fram markmið að lausnum sem hægt væri að kjósa um. Við erum ekki komin þangað ennþá.


mbl.is Siv: Vildi helst hlaupa í felur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dunni

Og við erum ekkert að komast þangað meðan stjórnvöld geta ekki komið sér saman hreinsunarátakið sem verður að fara fram.  Okkar fólk geltir og urrar örlítið, að seðlabnakastjóranum og sleikir svo hendur á forsætisráðherra er segist styðja seðlabankastjórann sem vinnur gegn ríkistjórninni. 

Held að það væri nær að fara að ráði borgarstjórnar og skipta hið bráðasta um meirihluta sem setur fram markmið og hægt verður að kjósa um með vorinu. Kjörtímabilið endist ekki núverandi ríkistjórn til að greina vandan hvað þá leysa úr honum. 

Norsararnir halda bara áfram að benda á íslensk stjónvöld sem ekki hafa stjórn á atburðarrásinni sem Seðlabnakinn hrinti af stað með þjóðnýtingu bankanna.  "Katastrofal handling"  

Dunni, 8.12.2008 kl. 21:27

2 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Ég er nú ekki alveg sammála þér Dunni minn að fólk sleiki hendurnar á forsætisráðherranum. Ef það væri einhver annar meirihluti sýnilegur með skýr markmið sem eru líkleg til lausnar þá held ég að hann væri búinn að taka við nú þegar.

En hinsvegar getur það verið alveg rétt að norsk stjórnvöld myndu bjarga þessu snarlega, það er alltaf auðveldara að leysa annarra vanda en sinn eigin.

Lára Stefánsdóttir, 8.12.2008 kl. 22:58

3 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Ég gleymdi einu, það er einmitt stóra spurningin sem ég vil fá svarað fyrr eða síðar hvort meðhöndlun Seðlabankans á málinu í upphafi hafi verið það besta í stöðunni.

Lára Stefánsdóttir, 8.12.2008 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband