Leita í fréttum mbl.is

500 þúsund manns!

Það má margt segja um þessa frétt en mig langar að gera að umræðuefni vinnuframlag landsmanna og þess sem Max Keiser segir: "Íslendingar eru evrópskt land með bandarískan vinnumarkað". Eftir þessu að dæma þá má leysa töluvert mikið atvinnuleysi með því að menn vinni einungis eina vinnu og einnig væri kostur að menn gætu notið meiri tíma með fjölskyldu sinni og vinum.

Eins vel og þetta hljómar þá er vandi okkar sá að við þurfum að greiða lán sem hækka stöðugt og því dugar varla ein vinna fyrir marga. Það hlýtur að vera freistandi fyrir marga að sækja sér vinnu í öðrum löndum þar sem launin eru e.t.v. í sama gjaldmiðli og lánið sem er verið að greiða.

Eins og staðan er þá eru lán heimilanna óviðráðanleg fyrir mjög marga og í óviðráðanlegri stöðu er fátt eitt hægt að gera annað en vinna meira. Það er nauðsynlegt fyrir okkur að hafa yfirsýn yfir hversu margir eru í þessari stöðu og hvernig er hægt að bregðast við því. Þeir sem geta ekki og munu ekki geta staðið í skilum þurfa að fá fyrirgreiðslu því það er töluverður munur á að standa eignalaus uppi en að standa uppi eignalaus með svo miklar skuldir að þær verða aldrei greiddar.

Ég hef ekki djúpstæða þekkingu á lagaumhverfi gjaldþrota en tel að í núverandi ástandi þurfi að skoða hvort ekki þurfi tímabundið að vinna á annan hátt með gjaldþrot en gert hefur verið hingað til.  


mbl.is Trúðu á kraftaverkahagkerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aldrei trúði ég á þetta kerfi - beið alltaf eftir að "everything that goes up must come down" - en ég tek þátt eins og allir aðrir að borga leikinn og verð að viðurkenna að ég er algerlega inn í þessu vinnukerfi, ég vinn endalaust - alla daga, kvöld og helgar. Mig langar í vinnu þar sem ég skil vinnuna eftir þegar ég stimpla út!! Nei annars ég myndi sennilega ekki þrífast í svoleiðis vinnu því ég verð að skipta mér aðeins af öll!!!! Ég vinn samt ekki svona mikið til að hafa efni á lánum (þó það sé plús) þá vinn ég svona mikið því ég kann ekki að segja nei!!

Sammála þér um gjaldþrot og lög í kringum það - hlýtur að vera hægt að breyta þessu.

Knús þorparinn

Valgerður Ósk Einarsdóttir (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband