Leita í fréttum mbl.is

Sterkari utan þings en innan?

Nú bregður Bjarni sér í hóp með Katrínu Jakobsdóttur, Guðfinnu Bjarnadóttur, Ragnheiði Ríkharðsdóttur og Pétri Blöndal og segir pólitískan vettvang sterkari utan þings en innan. Ef pólitík er ekki sterkust þegar menn hafa af henni fulla vinnu og geta helgað henni krafta sína þá verður að velta fyrir sér hvernig þingið starfar. Áður hefur verið deilt á að löggjafarvaldið og framkvæmdavaldið er nánast eitt og hið sama en þar með veikist þrískipting valdsins.

Það er áhyggjuefni hversu margir, sem hafa af því greinargóða þekkingu, telja að þingið sé máttlaust í stjórnmálum.


mbl.is Fékk aðeins í magann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Þessir þingmenn eru bara að afsaka sig. Ekki hafa þau gert neitt til að berjast fyrir að fá að taka meiri ábyrgð. Ekki hafa þau hafnað neinum kröfum framkvæmdarvaldsins, borið fram vantrausttillögur á ráðherra eða æðstu embættismenn í framkvæmdarvaldinu. Það er alltaf auðveldara að segja "við fáum engu að ráða" heldur en að segja sem er "við vitum ekki hvað til bragðs skal taka".

Héðinn Björnsson, 11.11.2008 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband