Leita í fréttum mbl.is

Loksins, loksins?

Það eru nokkur "ef" í þessari frásögn en kannski geta menn nú farið að skoða málið af alvöru. Ólíkt Norðmönnum höfum við aldrei farið í aðildarviðræður og þar með fengið upplýsingar um hver samningur Íslands væri ef gengið væri í Evrópusambandið. Öll umræða hefur í langan tíma verið byggð á getgátum, trú manna á þessu og hinu, spádómum misfróðra manna eða bölsýnisspám. Ég hef ekki hugmynd um hvers konar samning Ísland fengi og það veit ekki nokkur maður nema fara í þessa samninga og greiða síðan um þá atkvæði.

Ég fyrir mitt leyti er orðin hundleið á óljósri umræðu og væntingum. Eina skynsemin er fólgin í því að skilgreina samningsmarkmið, fara í samninga og þá taka afstöðu til hvort samningur er eftirsóknarverður eða ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu. Menn verða að sýna þann pólitíska kjark að hætta ímyndarleik í kringum Evrópuumræðu og taka verkefnið fyrir af alvöru.


mbl.is Tilbúin að endurskoða afstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjósandi

Sammála þessu, bölsýnisumræðan hefur ráðið ríkjum undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Nú er sá flokkur að brenna vegna eigin íkveikju.

Verst að þjóðin brennur með.

Kjósandi, 2.11.2008 kl. 20:29

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Þorgerður Katrín var flott að venju og sagði það sem segja þurfti!

Auðvitað hafa ófarir flokksins einnig með það að gera að margir sjálfstæðismenn hafa snúið við bakinu vegna afstöðu hans til ESB aðildar.

Við munum hins vegar rísa upp að nýju líkt og fuglinn Fönix!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 2.11.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband