Leita í fréttum mbl.is

Ávarpar lýðinn?

Forvitnileg notkun á hugtaki þar sem alþýðuskilningur á orðinu lýður er yfirleitt sú að þarf fari fram óprúttið lið með dólgslæti. Á blaðamaðurinn við það í þessu tilfelli? Yfirleitt er talað um að ávarpa samkomu, fólk, fundarmenn o.s.frv. En spurningin er hvort þessi málnotkun nær að túlka þann blæ sem var á samkomunni?
mbl.is Um þúsund mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er andsk. lýður. KOMMALÝÐUR. Hverfur atvinnuleysið og öll kreppan við að fá stjórnarkreppu ofan í allt ruglið. Helduru að kommarnir, Guðni beljukyssir og Addi Kidda Gauj geti eitthvað leyst betur úr vitleysunni en þessi stjórn sem við höfumnú þegar????...Þetta eru vitleysingjar og PAKK!

Pési sæti (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 15:53

2 identicon

Hvaða rugl er þetta í varaþingmanninum.  Í meistaranámi hlýtur að þurfa annað slagið að líta í ísl. orðabók. Lýður þýðir "fólk" eða "þjóð".  Það eru bara rustar sem leggja niðrandi merkingu í það orð. Hvað er lýðræði? Er Samfylkingin ekki lýðræðisflokkur? Ég ætla rétt að vona það. Annars er úti um minn stuðning.

hh (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 16:12

3 identicon

Já einmitt svona eins og verkalýðurinn, verkalýðsfélögin þeirra og bara verkalýðshreyfingin öll. Þetta er allt óprúttið lið með dólgslæti og þar fer náttúrulega Gylfi Arnbjörnsson, nýkjörinn formaður verkalýðshreyfingarinnar fremstur í flokki dólga. Að ég tali nú ekki um lýðræðið, út með þetta allt saman. 

Nei ég skil þetta orð ekki svona. Lýður er hópur fólks. Óþjóðalýður er einn slíkur hópur, en verkalýður allt annar og að upplagi sá sem mættur var á Austurvöll í dag.

Una (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 16:18

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

hh...  Lára fer hér með rétt mál í sambandi við orðið "lýður" - þú líka reyndar. Upphaflega merkti orðið aðeins "fólk" eða "þjóð" en í tímans rás hefur merking þess verið afbökuð rækilega og í marga áratugi hefur almenn notkun þess þýtt "skríll" eða "pakk" og slíkt.

Orðið lýðræði byggir vitanlega á upprunalegri merkingu orðsins sem gæti auðveldlega útlagst "þjóðræði" í þeim skilningi. Fleiri orð mætti nefna með forskeytinu "lýð-" eins og lýðhylli, lýðréttindi, lýðskrum, lýðveldi þar sem upprunaleg merking orðsins kemur fram.

En þegar "lýður" er notaður eins og mbl.is gerir er erfitt að skilja það öðruvísi en að verið sé að meina "skríll" samkvæmt þeim breytingum sem merkingin hefur tekið í áranna rás... eða áratuga.

Lára Hanna Einarsdóttir, 1.11.2008 kl. 16:23

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er greinilegt að fréttamaðurinn/-mennirnir sem skrifa um mótmælin að undanförnu hugnast þau ekki. Orðið „lýður“ yfir mannfjölda er ekki óhlutdrægt orð! Síður en svo. Það er þvert á móti mjög gildishlaðið og þess vegna grunar mig að þeir sem skrifa um þessi mótmæli vilji setja á þau þann stimpil að það sé álithnekkir hverjum og einum sem leggja nafn sitt við þessar uppákomur.

Hvort þeir sem vinna slíkar fréttir fái laun fyrir að brjóta þannig gegn grundvallarvinnureglum blaðamannsins get ég ekkert fullyrt um. Hitt liggur í augum uppi að það er álitshnekkir fyrir þá sem skrifa svo hlutdrægar fréttir jafnt og á fjölmiðlunum sem birta þær.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.11.2008 kl. 17:04

6 Smámynd: Landfari

Það er ekkert neikvætt við orðið "lýður" í þessari merkingu sem það er notað í fréttinni. Þessi neikvæða merking sem þið viljið gefa orðinu er er kominn frá hugarástandi viðkomandi lesara.

Það er til fólk sem sér eitthvað neikvætt við allt og alla. Reynið að vera á jákvæðu nótunum og sjá björtu hliðarnar á hverju máli. Þá lýður ekki bara ykkur betur heldur öllum í kringum ykkur.

Landfari, 3.11.2008 kl. 11:30

7 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þú myndir sem sagt alveg sætta þig við að vera kallaður lýður t.d. í samhenginu „Forsetinn höfðaði til samkenndar lýðsins í áramótaávarpi sínu.“ Nú ef svo er þá er orðanotkunin í lagi þín vegna en vegna afbyggingar orðsins „lýður“ þá hefur það fengið neikvæða merkingu í hugum langflestra eins og þá sem mér sýnist þú vera að nota það sjálfur í síðustu málsgrein athugasemdar þinnar.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 3.11.2008 kl. 16:22

8 Smámynd: Landfari

Rakel, biðst forláts á klaufalegri stafsetningarvillu hjá mér.

Þegar forsetinn talar til þjóðarinnar allrar við hátíðleg tækifæri er notað annað orðalag en þegar hann heldur ræðu á samkundu, hvort heldur hún er utan eða innadyra.

Lýðveldið Ísland er ekki eitthvert samsafn af "looserum" Ég lít allavega ekki þannig á mig þótt ég hafi tapað á þeim hremmingum sem yfir okkur ganga núna.

Landfari, 3.11.2008 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband