Leita í fréttum mbl.is

Verum undirbúin!

Nú á meðan ríkisstjórnin og fjármálageirinn er uppfyrir axlir í aðgerðum til að bregðast við þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir liggur allt of stór hluti þjóðarinnar á "refresh" takkanum á fréttamiðlunum með hnút í maganum í stað þess að nýta tímann til að búa okkur undir það sem koma skal. Verkefnin eru óteljandi en svigrúm til undirbúnings þrengist stöðugt. Vonandi gerist ekkert, vonandi verður allt gott og vonandi er undirbúningurinn algerlega óþarfur. En það er ábyrgðarleysi að fara ekki vel yfir hvað getur gerst og hvernig er hægt að bregðast við því.

Hver og einn verður að fara yfir hvaða hlutverk hann hefur í lífinu og kanna hvort einhvert þeirra sé þess eðlis að þar séu viðkvæmir blettir. Menn verða að fara yfir þetta af festu og rósemi. Margir vilja helst halda hlutum leyndum og rétt er að engin ástæða er til þess að stökkva á torg veinandi en það er enn meiri fásinna að hanga bara á "refresh" takkanum og haga sér eins og fórnarlamb í óviðráðanlegri stöðu og gera ekki neitt.

Ábyrgðin er fyrst gagnvart fjölskyldunni, hafa samband, vita hvar viðkvæmir blettir eru í umhverfinu og hvernig hún stendur. Næst er nauðsynlegt að skoða hvaða hlutverk hver og einn hefur í samfélaginu þar sem hann býr. Hvert er hlutverkið á vinnustaðnum, eru þar einhverjir viðkvæmir þættir sem þarf að fara yfir? Hvaða hlutverk hefur hver og einn þar? Hvaða félögum eða velgjörðarsamtökum eru menn þátttakendur í? Eru þar einhver atriði sem þarf að fara yfir og glöggva sig á? Við sem höfum boðið okkur fram til að vinna fyrir samfélagið berum enn meiri ábyrgð á þeim vettvangi sem okkur hefur verið falinn. Hver og einn stjórnmálamaður verður að fara yfir þann málaflokk sem hann hefur verið valinn til verka. Sýna ábyrgð og festu og reyna að tryggja með öllum tiltækum ráðum að undirbúningur sé nægur og áætlun, sem vonandi þarf aldrei að nota, sé til reiðu.

Nú þarf hver og einn að axla þá ábyrgð sem hann ber, treysta öðrum fyrir þeim verkum sem þeim ber að sinna en afskiptaleysi eða ábyrgðarleysi er algerlega óásættanlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband