Leita í fréttum mbl.is

Lýsing - Okur hjá gráðugu fyrirtæki

Við breyttar aðstæður er ekki annað hægt að gera en fara yfir allt sem maður skuldar og allt sem verið er að borga og skoða hvort ekki sé hægt að draga úr, breyta eða hvað best er að gera.

Í því samhengi fór ég í Lýsingu til að athuga hvort þeir væru með einhver úrræði varðandi bílalán. Jú boðist var til að færa helminginn af afborguninni næstu þrjá mánuði aftast á lánið (allir vextir, verðbætur og þvíumlíkt óhreyft) gegn því að ég greiddi þeim 10.000 krónur.

Mér var algerlega ofboðið, þó ég sýndi stúlkunni í afgreiðslunni staka kurteisi þá verð ég að segja að fátt er meiri lágkúra en að bjóðast til að lána helminginn af bílalánsafborgun næstu þrjá mánuði á fullum kjörum gegn tíuþúsundkróna greiðslu. Ég hef aldrei heyrt um annan eins kostnað af lántöku.

Gráðugra fyririrtæki hef ég ekki kynnst heldur en Lýsingu. Þegar allir eru að leggjast á eitt þá finnst þessu fyrirtæki að enn skapist nýr möguleiki fyrir okurgróða fyrir lítið viðvik.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

og púkinn á fjósbitanum fitnar .............

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 14.10.2008 kl. 20:08

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þessi framkoma er því miður búin að viðgangast lengi á Íslandi. Hvað er verðtrygging, kosnaður út af yfirdrætti og svo mætti lengi telja. Græðgin er svo mikil að venjulegir vextir duga ekki orðið lengur!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 16.10.2008 kl. 05:19

3 Smámynd: Gúrúinn

Ég er líka með bílalán hjá Lýsingu. Hef reyndar ekki reynt að díla við þá en heyri sögur svipaðar þinni æ oftar af þeim. Ég kem ekki til með að taka annað bílalán hjá þeim, aldrei aftur. Þetta bítur þá bara til baka, svona óliðlegheit og lítilsvirðing við viðskiptavini skilar sér í því að þeirra viðskiptavinum fækkar. Hvað gera þeir þá?

Gúrúinn, 19.10.2008 kl. 21:28

4 identicon

Já Lýsing er ljóta félagið.

Því miður er ég með bílalán hjá þeim.

Vildi óska að ég hefði tekið lán hjá Avant, þeir bjóða upp á frystingu lána til 4 mánaða og það kostar ekki neitt og þar þarf maður bara að borga vexti.

Næst þegar ég tek bílalán þá mun ég eins og fleiri leyta annað.

Ívar (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband