Leita í fréttum mbl.is

Blóðug hjartaþræðing eða karlmannsnári

Það mætti halda af myndinni með þessari frétt að hjartaþræðingu fylgi holskurður og blóðug aðgerð. Svo er auðvitað ekki, alla jafna er gert örlítið gat á nára og þrætt þaðan að hjarta og sprautað inn litarefni til að sjá ástand á kransæðum. Því er þessi mynd eins og að birta mynd af fíl þegar verið er að ræða um könguló.

Því ber að fagna að bið eftir hjartaþræðingum styttist því það er erfitt fyrir marga að vita ekki mánuðum saman hvort og þá hvað er að því þræðingin er jú fyrst og fremst rannsókn á hjarta til að skera úr um hvort þar er eitthvað athugavert.

Þar sem flestir telja að karlmenn séu þeir sem helst fari í hjartaþræðingu (því margir telja ranglega að konur fái ekki hjartasjúkdóma) þá væri réttara að birta mynd af nára á karlmanni með þessari frétt. 


mbl.is Bið eftir hjartaþræðingu styttist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband