Leita í fréttum mbl.is

Grímulaus samkeppnishindrun

Ég leitaði í Morgunblaðinu að umfjöllun um synjun Gísla Marteins á leyfi fyrir Icelandic Express að fá aðstöðu við austanverðan Reykjavíkurflugvöll. Fann ekkert. Kannski kemur það síðar en ekki er ég hissa á að Mogginn hreinlega kveinki sér undan því að fjalla um að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins ákveði samkeppnishindrun sem mun líklega vara a.m.k. þar til flugvöllur fer úr Vatnsmýrinni fái hann að ráða. Á meðan stuðlar hann að einokun flugleiða innanlands og háu vöruverði.

Það er ljótt að sjá svo grímulausa samkeppnishindrun innleidda af Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Það kemur málinu ekkert við hvort flugvöllur verður eða fer hvort það megi afgreiða flugvélar í samkeppni við Flugfélag Íslands. Þetta er bara kúgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sífellt að leita að umtöluðum fréttum á Mbl.is en þetta er orðið ansi þunnt hjá þeim. Bara um hálku og snjómokstur.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband