Leita í fréttum mbl.is

Skyldi eitthvað breytast?

Ég velti fyrir mér þegar ég sé svona skjálftafréttir hvort Geysissvæðið muni breyta hegðun sinni í framhaldinu. Það er alþekkt að svæðið er ekki alltaf eins og því væri fróðlegt að fá fréttir af því.

Hinsvegar er ábyggilega býsna ógnvekjandi að vera staddur á svæðinu þegar jarðskjálfti ríður yfir þar sem jarðskorpan er nú ekki þykk á þessum bletti.

Óvenjulegt annars að sjá tvo skjálfta yfir 3 á Richter á jarðskjálftakortinu hjá Veðurstofunni á sama tíma, þennan skjálfta og annan í Vatnajökli.


mbl.is Jarðskjálfti í nágrenni við Geysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það er þekkt að Geysissvæðið verður virkara eftir eldsumbrot eða jarðhræringar. Þá er eins og að það gliðni eitthvað og fyrir bragðið á heita vatnið greiðari leið upp á yfirborðið.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 2.11.2007 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband