Leita í fréttum mbl.is

Baráttumaður

Ég sá mynd Al Gore í fyrra þá sem vann Óskarinn og varð afar hrifin af þeirri baráttugleði sem einkenndi manninn og hversu mikið hann lagði á sig fyrir það sem hann taldi mikilvægt að berjast fyrir. Maðurinn sem "tapaði" naumlega í forsetakjöri lagðist ekki með hendur í skaut heldur berst fyrir breyttri stefnu í loftslagsmálum af þvílíkum krafti að hann er heiðraður með friðarverðlaunum Nóbels. Spurningni er hver í rauninni tapaði forsetakjörinu um árið og hvort Gore hefði barist jafn einbeitt hefði hann verið forseti og ef svo væri hverju hefði það breytt?

 Ljóst er að stjórn Bandaríkjanna er farin að hopa með því að viðurkenna að loftslagsbreytingarnar geti verið af mannavöldum en eftir þessari frétt að dæma er enn langt í land með virka þátttöku þeirra með löndum heims til að bregðast við.


mbl.is Friðarverðlaun breyta ekki stefnu Hvíta hússins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband