Leita í fréttum mbl.is

Gott mál

Ég er ánægð með afstöðu samgönguráðherra enda tóm vitleysa að flytja flugvöllinn. Ég hef aldrei skilið þá höfuðborgarbúa sem labba um með dollaramerki í augum yfir Vatnsmýrinni og sjá þann tilgang einan með þessari landspildu að selja hana hvað sem tautar og raular.

Menn verða að hugsa um hvað það kostar landsmenn að flytja Landsspítala háskólasjúkrahús í burtu enda nýtist það ekki landsmönnum lokað inni í vesturenda borgarinnar þegar eina leiðin að því er í gegnum yfirlestaðar umferðaræðar borgarinnar.

Menn gera sér enga grein fyrir hversu mikilvæg samgönguæð flugvöllurinn er en mín skoðun er að ef menn ætla að flytja þennan flugvöll langt í burtu þarf að flytja um leið flestar stjórnsýslueiningar úr miðbæ Reykjavíkur á aðgengilegri stað. Höfuðborgin getur þá eins verið á öðrum stað í landinu ef gróðasjónarmið eru ofar hagsmunum landsmanna.


mbl.is Ekki eining innan Samfylkingar um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Leyfi mér að taka undir orð Láru með þau dollaramerki sem Reykvíkingar sjá í áætluðum auðæfum Vatnsmýrarinnar.

Að aftengja æð flugvallarins og þá starfsemi sem fram fer í nágrenni við hann er ekki æskilegt og þurfa menn að tala um þennan flutning í stærra samhengi.

Kveðja Helga Dögg

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 17:26

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Hjartanlega sammála.  Það var óðs manns æði að láta kjósa um málið á sínum tíma.  Kosningatrykk?  Kristján Möller skilur mikilvægi þess að hafa flugvöllinn áfram þar sem hann er.  Flottur!!

Vilborg Traustadóttir, 7.6.2007 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband