Leita í fréttum mbl.is

Vonbrigđi

Ţađ voru mikil vonbrigđi ađ hlusta á rćđu Steingríms J. Sigfússonar, ţessi gamli baráttujaxl var bitur og sló til allra átta. Ég átti von á kjarnmikilli stjórnarandstöđurćđu en ţví miđur voru lítil sem engin málefni í ţessari rćđu, hún var frekar einkasamtal hans viđ umheiminn, vonbrigđi hans og hverju ţau voru um ađ kenna ţ.e. öllum öđrum en honum sjálfum.

Katrín Jakobsdóttir aftur á móti hélt einstaklega góđa stjórnarandstöđurćđu, hún var málefnaleg, kímin, gagnrýnin og markviss. Varaformađur VG er greinilega afar efnilegur ţingmađur sem verđur mjög spennandi ađ fylgjast međ ađ störfum. Hún mun áreiđanlega veita ríkisstjórninni ađhald međ sínum beinskeyttu en jafnframt kímnu rćđum.

Guđríđur Lilja hélt ágćtis rćđu líka en Katrín bar af mönnum VG í dag. Virkilega gaman ađ sjá ţví Steingrímur hefur ríkt yfir flokknum sem talsmađur og rćđumađur. Viđ erum greinilega ađ sjá breytingar á forystuliđi ţess flokks og ţar munu konur greinilega ráđa miklu.


mbl.is Steingrímur J. Sigfússon: Samfylkingin gafst upp
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ć, ć Lára. Vont ađ hlusta á stađreyndir frá Steingrími fyrir suma. En viđ getum veriđ sammála um ađ Kata og Lilja voru frábćrar. En hverjir töluđu aftur fyrir Samfó...? Bestu kveđjur,

Hlynur Hallsson, 31.5.2007 kl. 22:23

2 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Ég vildi svo sannarlega óska ţess ađ ţetta vćru stađreyndir Hlynur minn en einhver ástćđa er fyrir ţví ađ hann eyđir stefnurćđu stćrsta stjórnarandstöđuflokksins einungis í ađ sannfćra sjálfan sig og sinn flokk. Enda skiljanlegt, ég er búin ađ hitta ţađ marga VG menn undanfariđ sem eru sárir og reiđir út í formanninn. Ég held ţó ađ hann hefđi frekar átt ađ vera málefnalegur og harđur í stjórnarandstöđu, ţetta virkađi afar veikt.

Lára Stefánsdóttir, 31.5.2007 kl. 22:27

3 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Nei mér fannst Steingrímur góđur, hann greiddi úr ákveđinni flćkju og sýndi fram á hvar Samfylkingin stendur í dag: Höfuđmótvćgiđ viđ Sjálfstćđisflokkinn komiđ í eina sćng međ honum! Sú ákvörđun vćri skiljanleg ef í samfélaginu ríkti algjört upplausnarástand, yfirvofandi árás ađ utan, - en ekki núna. Ţađ eina jákvćđa fyrir utan rćđur frábćrra ţingmanna Vinstri Grćnna var ađ ţađ er ekki eins skelfilegur sjálfumglađur hroki  sem skín af ţessari ríkisstjórn  og hinni fyrri - ţar ráđa auđvitađ Ingibjörg og Ţórunn nokkru um.

María Kristjánsdóttir, 31.5.2007 kl. 22:48

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ussuss-suss, ég held ađ ykkur samfylkingarfólki vćr nćr ađ skammast ykkar heldur en ađ grenja undan Steigrími J. Ţađ er ekki honum ađ kenna ţó ađ Samfylkingin sé eins hćgri sinnuđ og raun ber vitni.

Ég geri ráđ fyrir ađ ţú hćlir málflutningi Katrínar Jakobsdóttur sökum ţess hve slappur hann var og flatneskjulegur og kom ekki viđ kaunin á einu eđa neinu; í einu orđi sagt:prump. Katrín er ekki efnilegur stjórnmálamađur, fjarri fer ţví. Til ađ geta talist efnilegur stjórnmálamađur ţarf sá hinn sami ađ vera pólitískur og hafa pólitískar hugsjónir, ţetta tvennt skortir Katrínu alveg.   

Jóhannes Ragnarsson, 31.5.2007 kl. 22:49

5 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Hmmm ţađ fannst mér ekki, hún var ágćt, ţađ er oft flókiđ ađ halda stjórnarandstöđurćđur, ég ţekki ţađ ágćtlega og mér fannst hún koma vel frá ţví.

Steingrímur má vćla í okkur Samfylkingarmönnum eins og hann lystir ef ţađ er honum einhver huggun.

Lára Stefánsdóttir, 31.5.2007 kl. 22:53

6 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

María, ég vildi ađ satt vćri, Steingrímur drap alla möguleika á stjórn án Sjálfstćđisflokksins daginn eftir kosningar. Ögmundur tók undir ţađ og ţá er lítiđ ađ gera. Reyndir stjórnmálamenn í VG áttu ekki orđ, og ég ekki heldur.

Ađ sjálfsögđu var ţá ekkert annađ fyrir okkur ađ gera ţví viđ viljum absolútt komast í stjórn og hafa áhrif. Ţađ eru engin áhrif í stjórnarandstöđu hvađ svo sem mađur vill meina, ég ţekki ţađ af eigin raun.

Lára Stefánsdóttir, 31.5.2007 kl. 22:55

7 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ég er sammála ţér Lára og ţegar ég hlustađi á Steingrím J rifjađist upp máltćkiđ góđa ,,glymur hćst í tómri tunnu". Og mikiđ ofbođslega er ég hamingjusamur yfir ţví ađ minn flokkur fór ekki í stjórn međ VG ţađ var hrollvekjandi hugsun.......

Páll Jóhannesson, 31.5.2007 kl. 23:11

8 Smámynd: Jón Ingi Cćsarsson

Ég er búinn ađ hlusta á glamriđ í Steingrími síđan 1982. Hann er jafn fyrirséđur í rćđustóli og 78 snúinga plata á handtrekktum grammafóni.

Jón Ingi Cćsarsson, 31.5.2007 kl. 23:50

9 Smámynd: Jón Halldór Guđmundsson

Mér fannst alveg kostulegt ađ hlusta á hann Steingrím í ţessum umrćđum.  Núna talađi hann eins og strákur sem er skilinn útundan og er alveg hrođalega sár viđ Samfylkinguna.  Ađ ţeir skyldu fara í ríkisstjórn án ţess ađ taka hann međ.   Af hverju er hann ekki í Samfylkingunni?

Ţetta var reiđilestur manns sem var eiginlega viti sínu fjćr.

Svo talar hann um ađ Samfylkingin hafi slegiđ af sínum málum í ţessu samstarfi. Svo sem í Evrópumálum. Ţá er ţađ spurningin hvort Samfylkingin hefđi fengiđ sína stefnu ómengađa fram í samstarfi viđ Vinstri Grćna?

Ţađ langar mig ađ vita!

Jón Halldór Guđmundsson, 2.6.2007 kl. 00:48

10 Smámynd: Ţórir Kjartansson

Ađ mínu áliti eru hvorki Katrín eđa Guđfríđur Lilja efnilegir stjórnmálamenn. Held reyndar ađ ţćr, ásamt Sóleyju Tómasdóttur hafi haft tvö til ţrjú ţingsćti af flokknum međ ţessu endalausa  ,,kynfrelsistali" hvađ sem ţađ nú ţýđir. Vinstri grćn ćttu ađ taka Svandísi Svavarsdóttur inn í landsmálin og stefna ađ ţví ađ láta hana taka viđ flokknum ţegar Steingrímur hćttir.  Hún er alvöru stjórnmálamađur.

Ţórir Kjartansson, 3.6.2007 kl. 09:05

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband