Leita í fréttum mbl.is

Stykkishólmur - hvað er að?

Hvernig getur það staðist að þegar greitt er fyrir börn einungis fyrir hráefni máltíðar eins og í Stykkishólmi þá sé það dýrara heldur en dýrasta máltíðin þar sem hluti kostnaðar og hráefni er innifalið í verðinu einnig ef nemendur greiða allan kostnað???

Verð hráefnisins í Stykkishólmi er algerlega út úr kortinu eða 417 krónur á máltíð einungis fyrir hráefni en næstu skólar þar fyrir neðan eru skólarnir í Fellabæ og á Egilsstöðum með 340 krónur sem er jafnmikið verð fyrir hráefnið og dýrustu skólarnir þar sem nemendur greiða allan kostnað.

Þurfa sveitarfélögin á þessum stöðum ekki að skoða málið?


mbl.is Tveir grunnskólar bjóða nemendum ókeypis máltíðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Já þetta er mikill munur, verðlag er að vísu nokkuð mismunandi eftir sveitarfélögum. Ég var hinsvegar glöð að sjá hvað mötuneyti Grunnskólans að Hólum og reyndar Grunnskólans á Hofsós líka,  getur boðið hagstætt verð - ekki veitir af því þetta er háskólaþorp og því margir foreldrar með lágar tekjur.

Guðrún Helgadóttir, 31.5.2007 kl. 16:33

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Þegar svona úttektir eru gerðar þarf að skoða fleira heldur en krónur og krakka. Líta þarf til þess hver aldur neytendanna er á hverjum stað. Það getur verið umtalsverður kostnaðarmunur á því að gefa 8 ára nemanda að borða eða 16 ára. Í báðum tilvikum erum við að tala um mötuneyti í grunnskóla.

Í mínum skóla kostar máltíðin 300 krónur og þar taka nemendur hraustlega til matar síns og er með ólíkindum hverju þau geta torgað, til dæmis þeir unglingar sem stunda mjög krefjandi íþróttaæfingar.

Gerð var úttekt á því hver kostnaður og gjöld hefðu verið í mötuneytum grunnskóla Reykjavíkur árið 2006. Þegar öll kurl voru komin til grafar í rekstri mötuneytis Hagaskóla, reyndist það hafa grætt 40 krónur á nemanda á árinu; segi og skrifa: fjörutíu krónur á haus á ári! Mér er þetta nokkur vísbending um það hver mikið máltíðirnar þurfa að kosta ef vel er á málum haldið og maturinn eldaður frá grunni (from scratch)

Flosi Kristjánsson, 1.6.2007 kl. 23:44

3 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Gaman að sjá þig í heimsókn hjá mér Flosi!

Já það er munur, skólinn hjá þér er líklega með 500 - 600 nemendur en skólinn í Stykkishólmi um 200 þannig að einhver hagkvæmni gæti falist í stærðinni. Þrátt fyrir það er kostnaðarmunurinn 117 krónur á máltíð. Þið eruð með eldri nemendur - sem líklega borða meira.

Lára Stefánsdóttir, 2.6.2007 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband