Leita í fréttum mbl.is

Hræðilegt

Það er hræðilegt þegar svona lagað gerist en við þekkjum skriður af þessu tagi og spurning hvort ekki þurfi að efla eftirlit með hlíðum fyrir ofan bæi. Hér virðumst við hafa verið lánsöm að enginn hefur slasast en hættan er gífurleg.

Ég lenti í ógnvekjandi aurskriðu við Gardavatn fyrir nokkrum árum þar sem skriða kom úr þverbrattri hlíðinni og hávaðinn var svo mikill að ég varð að hrópa upp í eyrað á Gísla mínum til að hann heyrði í mér. Bílar skemmdust og tré sem var fyrir utan gluggann okkar hreinlega sópaðist í burtu. En sem betur fer urðu ekki slys á fólki. Þetta var hræðileg upplifun þannig að ég skil vel hvernig íbúum á Sauðárkróki hefur liðið.

Erfitt er að missa góðar eignir og sérstaklega eldri hús sem ekki er hægt að bæta.


mbl.is Hlíðin kom niður í heilu lagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Skelfilegt en gott að ekki urðu slys a fólki. Bæði á Króknum og við Gardavatn.

Vilborg Traustadóttir, 15.4.2007 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband