Leita í fréttum mbl.is

Ég vil fá þessi atkvæði!!!

Ég varð afar undrandi þegar Ómar Ragnarsson baðaði út öngum og sagðist vilja fá atkvæðin frá Sjálfstæðisflokki því það væri þau atkvæði sem hann væri að sækjast eftir. Getur einhver heimtað eins og lítill krakki og sagst vilja atkvæði frá einum flokki frekar en öðrum? Alveg sama hvernig hann reynir að benda Sjálfstæðismönnum og Framsóknarmönnum á að kjósa sig og hann sé þeirra bjargvættur þá eflist bara Sjálfstæðisflokkurinn og önnur atkvæði dreifast og of mörg þeirra falla dauð. Nógu lengi er Íslandshreyfingin búin að reyna að segja fólki að allt sé að verða tilbúið vikum saman og þau koma ekki einu sinni saman lista, fá atkvæði sem þá langar ekki í en ekki þau sem þau langar í. Er fólk virkilega til í að kjósa skemmtikraft til að setja lög um alla mögulega og ómögulega hluti sem hefur einungis áhuga á einu máli. Er þá ekki betra að berjast í ákveðinni hagsmunahreyfingu?

Annars var leiðtogaþátturinn fínn, góð þjónusta hjá RÚV að gera stjórnmálamönnum kleift að ræða stjórnmál þó svo að umræðan hafi verið dálítið einhæf. En Jón og Geir þurfa að ræða við sína stílista um bindin sín, það er ekki gott þegar formenn stjórnmálaflokka koma svona kauðslega fyrir.

Ingibjörg Sólrún bar af, það er ekki spurning;-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú ég er til í að kjósa hann og kem nú úr Sjálfstæðisflokknum..

Og maðurinn er nú ekki bara skemmtikraftur þó það sé einstaklega góður kostur líka... En það er nú fáir sem þekkja landið betur en einmitt hann. Hver verður að fá að fylgja sinni hugsjón og því ber að þakka. Ég er líka rosalega ánægð með hvað Íslandshreyfingin er ennþá ekki komin í þetta leiðinda pólitíska þras.. vona að svo haldi áfram

Björg F (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 00:02

2 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Ég er sammála því að það er alltaf best þegar fólk getur verið skemmtilegt líka. Sannarlega þekkir Ómar landið sitt og það er mikill kostur. Hinsvegar hef ég í alvöru áhyggjur af því að hann koðni fljótt niður við lestur á löngum lagabálkum um hin fjölbreyttustu mál. En sem þingmaður ber honum að sýna öllum málum alúð og athygli, ekki bara einu máli.

En ég er mjög ánægð ef það er í alvörunni þannig að Sjálfstæðismenn eru til í að kjósa hann, því það þarf virkilega hugarfarsbreytingu til nútímans á þeim bænum.

Lára Stefánsdóttir, 10.4.2007 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband