Leita í fréttum mbl.is

Olíunotkun Norrænu

Notkun á olíu og kolum er ein aðaluppspretta kolefnis í andrúmsloftinu skv. þessari frétt. Við Íslendingar eigum talsvert af vistvænni orku sem ber að nýta skynsamlega. Því varð ég talsvert hissa þegar mér var sagt að ferjan Norræna gengur fyrir olíu í stað þess að tengjast rafmagni í landi þegar hún liggur við bakka í Seyðisfirði. Þarna kurrar hún þannig að bærinn endurvarpar takti ljósavélanna vegna þess, að því er sagt var, að rafmagnið er of dýrt.

Ef satt er þá er ekki eftirsóknarvert að Norræna mengi Seyðisfjörð á meðan vistvæn orka bíður á hafnarbakkanum. Þekkir einhver þetta mál betur?


mbl.is Samkomulag náðist um loftslagsskýrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Stór hluti vandamálsins er að olían er þá auljóslega of ódýr.

Ekki er borgað fyrir mengun í nærumhverfinu (útblastur og hætta á olíuleka í skipum og í flutningi og hrreinsun þess).   Ekki er borgað fyrir hlut í gróðurhúsavandann.  Ekki er tekið inn í verðinu ( að ég held) að olían sé takmörkuð auðlind, né að haldið er úti herafla og háð strið til að tryggja aðgengi að olíunni. 

Nú skal ég ekki fullyrða að skattar í einhverjum löndum taki eki mið af þessu í einhverju mæli, varla  nog.  

Það ætti að vera sjálfgefið að sá sem mengar borgi  amk  fyrir þesum skaða. 

Morten Lange, 6.4.2007 kl. 14:52

2 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Þá er nú spurning hvort það þurfi ekki að huga að þessum þáttum líka ég vissi ekki að það vantaði innstungu (tengivirki) til að stinga skipum í samband við vistvænu orkuna okkar. Er þetta ekki mál sem þarf að taka á?

Lára Stefánsdóttir, 6.4.2007 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband