Leita í fréttum mbl.is

Jafnaðarstefna er grundvallaratriði

Einhverra hluta vegna virðist tilhneiging til þess að mismuna fólki og ótrúlegustu hlutir fundnir til sem virðast geta sannfært tiltölulega skarphugsandi einstaklinga um að þeir séu "meiri" en aðrir. Ég held að grundvallarhugsun hvers manns þurfi að vera jafnaðarstefna það að gefa öllum jöfn tækifæri og vera ekki að búa sér til alskyns ímyndaða hluti til þess að gera sjálfan sig merkilegri.

Þó undarlegt megi virðast þá hef ég fundið fyrir því að það er ekki alveg gert ráð fyrir sama gáfnastiginu þegar maður á heima úti á landi og í Reykjavík. Eiginlega sama tilfinningin og ég fékk fyrir tuttugu árum og var ólétt að vinna við tölvur. Ég skil því mætavel þá tilfinningu að ekkert er sagt beint en ákveðinni hundsun beitt og niðurlægjandi setningum sem áttu að vera "vel meinandi". Að reyna þetta á eigin skinni þó mildilega sé eykur skilning.

Mikilvægt er að læra að enginn verður meiri maður af því að búa á stað með mörgu fólki, né heldur að búa í sínu fæðingarlandi.


mbl.is Fjölmenningarspjall á Alþjóðadegi gegn kynþáttamisrétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband