Leita í fréttum mbl.is

Frábært framtak

Norðurvegur er spennandi framkvæmd sem skiptir ekki einungis máli við að stytta leiðina í höfuðstaðinn heldur styttist vegalengdin milli Suður- og Norðurlands gríðarlega. Þarna getur samstarf landsbyggðarinnar aukist til muna og möguleikar ferðamanna á að njóta ólíkra svæða á landinu verða miklu meiri.

Athyglisvert er að sjá að fyrirtæki telja framkvæmd sem þessa arðbæra og að hún muni borga sig upp á tiltölulega stuttum tíma. Það er auðvitað ekki spurning að menn af Norðurlandi velja þessa leið þegar hún styttir ferðalag til höfuðstaðarins um 47 kílómetra.

Hvað varðar umhverfismál hlýtur framkvæmdin að verða eftirsóknarverð þar sem 96 kílómetra sparnaður á hverri ferð kostar heilmikið af bensíni og megun.

Gott framtak!


mbl.is Vilja hefja undirbúning nýs vegar yfir Kjöl í einkaframkvæmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband