Leita í fréttum mbl.is

Hlýnun jarðar - Ísland sólbaðsströnd

Nú virðist sem miklum af þeim efa sem hefur leikið um huga ýmissa hafi verið eytt varðandi áhrif mannsins á hlýnun jarðar. Ég hef heyrt allt of oft í Íslendingum að þeir telja að hlýnunin sé "bara góð" því þá geti þeir allir farið á sólarströnd heima hjá sér og það verði hlýrra og notalegra. Hinsvegar eru blikur á lofti varðandi fiskistofna sem vilja kaldan sjó, þeir gætu farið að flytja sig norðar og lengra fyrir okkur á miðin.

Ef siglingaleiðin yfir Norðurpólinn opnast þá gefast okkur sannarlega möguleikar á að vera umskipunarhöfn fyrir Evrópu og austurströnd Bandaríkjanna fyrir vörur sem er verið að flytja til og frá Asíu og vesturströnd Bandaríkjanna. En ekki má gleyma að líklega geta skipin þá líka siglt vestan Grænlands og ekki komið við hér þegar verið er að tala um bandarískar strandsiglingar.

En þrátt fyrir ábendingar Valgerðar um að við nýtum að mestu hreina orkugjafa þá þurfum við að taka okkar ábyrgð. Því er nauðsynlegt að huga vel að því hvernig við getum minnkað notkun á olíu og bensíni sem eldsneyti fyrir skip og bíla. Einnig að huga að rafmagni og kyndingu sem fer alfarið fram með slíkum orkugjöfum s.s. í Grímsey þar sem vindmyllur myndu að öllum líkindum koma að góðu gagni. Þar var rannsóknarverkefni fyrir nokkrum árum sem virðast hafa siglt í strand og væri áhugavert að vita hvers vegna það var. Grímsey er nauðsynlegt að vera sjálfri sér næg um orku og þurfa ekki að kaupa slíkt úr landi og erlendis frá.

Við Íslendingar þurfum að axla okkar ábyrgð og standa undir nafni sem "hreint land" hvað þetta varðar.


mbl.is Utanríkisráðherra telur brýnt að taka þátt í umræðu um loftslagsmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Áslaug Sigurjónsdóttir

Sammála

Áslaug Sigurjónsdóttir, 4.2.2007 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband