Leita í fréttum mbl.is

Sofandi á verðinum

Svo virðist sem við séum sofandi á verðinum gagnvart loftmengun því það er vart ásættanlegt að íbúar í bæjum sem skilgreina mætti sem "smábæi" á alþjóðavísu eins og Reykjavík er að þar þurfi einhverjir íbúar að búa við mengun sem er sambærileg við mengun stórborga. Segja má að í umhverfismálum höfum við Íslendingar verið dálítið valkvæmir þar sem við erum dugleg að gagnrýna t.d. framkvæmdir á ósnertri náttúru á ákveðnum stöðum en ekki öðrum. Við erum ekki jafn dugmikil þegar kemur að loftmengun, ljósmengun og ýmsum öðrum umhverfisspjöllum og er óskandi að vitund manna (mín líka) aukist verulega á þessu sviði.

Ég hef heimsótt Hrísey nokkrum sinnum en þar er samfélag sem er líklega einna best meðvitað um umhverfismál í landinu. Flokkun úrgangs er óvíða meiri og umgengni til fyrirmyndar. Þar eru margir sem hafa áhuga á að í eynni verði ekki bílar heldur einungis flutningstæki þegar flytja þarf farm eða þyngri hluti. Ég minntist þá bæjarins Zermatt í Sviss með 5.500 íbúum þar sem engir bílar eru leyfðir utan rafmagnsbíla en þetta er einmitt bærinn þar sem má sjá Matterhorn blasa við. Kyrrðin er einstök og umhverfið ægifagurt.

Við getum ekki verið "eins máls fólk" þegar kemur að umhverfismálum.


mbl.is Þúsundir búa við svipaða mengun hér og íbúar evrópskra stórborga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóli

Já, ég er algjörlega sammála þér Lára!

Og ekki má gleyma hljóðmengun, maður verður jú að fá frið til þess að búa til og hlusta á tónlist, ekki satt?

Sóli, 31.1.2007 kl. 00:53

2 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Jú alveg sammála! Það þarf að hugsa þessi mál í heild en ekki afmörkuðum bútum

Lára Stefánsdóttir, 31.1.2007 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband