Leita í fréttum mbl.is

Auðvitað

Ég hef aldrei skilið þá röksemdafærslu að það sé rétt að halda íslensku þjóðinni í myrkri hvað varðar Evrópusambandið. Fyrir löngu síðan komst ég að þeirri niðurstöðu að þeir sem vildu nota íslensku krónuna í fjárhættuspili væru þeir sem helst væru andsnúnir þeim möguleika að Ísland gangi í sambandið. Ég hef ekkert skipt um skoðun á því.

Eina leiðin til að vita hvað í sambandsaðild felst er að fara í samningaviðræður og hafa það svart á hvítu. Ég er orðin hundleið á öllum þessum sérfræðingum sem ímynda sér hitt og þetta byggt á  hinu og þessu sem kannski eða kannski ekki er rétt. Ég hef setið fleiri fundi en ég nenni að muna um efnið og veit að það eru álitamál en úr þeim fæst ekki skorið nema með aðildarviðræðum.

Hvenær ætlar Alþingi Íslendinga að gefa okkur leyfi til að vita sannleikann? Það er blátt áfram fáránlegt að ætla íslensku þjóðinni að greiða atkvæði um eitthvað sem enginn veit. Eina vitið er að greiða atkvæði þegar við vitum það.

Óupplýst þjóð liggur í skuldafeni, upplýstar ákvarðanir eru það sem við þurfum og þá ákvörðun getum við tekið þegar við sjáum hvað í samningi við Evrópusambandið felst. Fyrr ekki. Þeir sem vilja halda áfram að halda okkur í myrkri hvað þetta varðar hafa einhverja aðra hagsmuni í huga en íslensku þjóðarinnr.


mbl.is Viðræður skera úr um hvað Íslandi býðst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kostar ekkert

Hermann Jón hefur afsalað sér biðlaunum sem og fráfarandi bæjarstjóri. Þarna sýna menn í erfiðum kringumstæðum hvernig á að vinna. Fyrir okkur hjá Samfylkingunni er spennandi að taka við keflinu þrátt fyrir að tímarnir séu erfiðir. Hópurinn sem stendur að baki Hermanns er þéttur og hefur fundað á hverjum mánudegi frá upphafi kjörtímabils. Þar hittast fulltrúar í nefndum, ungliðar og 60+ og fara yfir málin. Þetta er um 20 manna hópur, nýir bætast við og aðrir flytjast burtu. Fyrir vikið er  hópurinn meðvitaður um hvað er að gerast, tekur þátt í ákvörðunum og stefnumótun.

Starfið hefur verið til fyrirmyndar og verður gaman að fást við aðdraganda kosninga með stefnumótunarvinnu og lausnaleit því næg eru verkefnin.


mbl.is Akureyri komi sem best út úr öldudalnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heyr, heyr

Það er tími kominn til að menn nýti nútímatækni í námi og skólastarfi. Með stafrænu námsefni má breyta kennsluháttum töluvert svo ekki sé talað um níðþungar skólatöskur. Flest hefur þróast í lífi barna utan námið en ég túlkaði þetta einmitt nýlega í samsettri ljósmynd sem kallast "Homo Zappiens", börn nútímans þekkja að stökkva á milli atriða, sjónvarps, farsíma, tölvu en í skólanum er ennþá skrifað í bók og jafnvel minna en áður var. Þessu þarf auðvitað að breyta og ótrúlegt hversu staðfastur skólinn er í að vera gamaldags.
mbl.is Stafrænar skólabækur í Kaliforníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband