Leita í fréttum mbl.is

Geiri Humm Humm

Aldrei hef ég kynnst annarri eins ákvarðanafælni hjá nokkrum forsætisráðherra og Geir Haarde. Það er alveg ómögulegt að komast áfram með verkstjóra sem ekki tekur af skarið og hefur ekki frumkvæði.

Er það nema von að Ingibjörg Sólrún hafi lagt til nýjan verkstjóra. Frekar en viðurkenna að Jóhanna Sigurðardóttir er öflugri verkstjóri skilar Geir umboði sínu með þá von að geta leitt þjóðstjórn.

Það eru fróðlegir tímar framundan.

 


mbl.is Geir og Ólafur á löngum fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kröftugur formaður

Það kom mér ánægjulega á óvart hversu öflug ræða Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur var á fundinum svo skömmu eftir komuna heim. Hún var með sterka sýn á hvert skal halda og markmið. Undir hennar stjórn treysti ég Samfylkingunni fyrir landsstjórninni þar til kosningar fara fram. Það er gríðarlegur styrkur í að hafa formann eins og hana og vonandi styrkist heilsa hennar hratt því handtökin eru mörg framundan.

Kreppan er ekkert að fara og slagorð og upphrópanir hjálpa okkur ekki, það þarf að vinna sig úr þessu ástandi. Hver svo sem mun stjórna landinu á erfitt verk fyrir höndum eftir kosningar.


mbl.is Meiri biðlund á landsbyggðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræði

Nú eru kosningar innan skamms og flokkar bjóða sig fram, áreiðanlega fleiri en síðast og þau nýju pólitísku öfl sem hafa verið að myndast í mótmælastöðum munu áreiðanlega vera reiðubúin til verka við endurreisn landsins. Ótrúleg eljusemi og dugnaður þeirra við að koma fram skoðunum sínum nýtist vel á Alþingi og hlakka ég til að sjá þau takast á við verkefnin.

Ég er hinsvegar ekki sannfærð um að þriggja mánaða stjórn sé ákjósanlegur kostur, val á fólki í þá stjórn þyrfti að fara fram af hálfu þeirra sem fólk kaus á þing og falið vald í því fólgið sem ekki er skýrt. Lýðræðið er grundvallarstoð samfélagsins og hana ber að virða þó menn séu ekki alltaf sáttir við niðurstöðuna þá er frelsi til að bjóða sig fram og kjósa það sem gerir það að verkum að ólík sjónarmið og hugmyndafræði hafa jafna möguleika.


mbl.is Fylgi VG mælist rúmlega 32%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband