Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Alvald þingmanna eða félagsaðild

Dulbúin tillaga þingmanna um að þeir einir myndu ákveða hver skoðun þeirra sem styðja flokkinn féll. Undir yfirskini lýðræðis þar sem allir "máttu vera með" en í rauninni ekki ráða neinu ætluðu þeir að hafa alvald og það síbreytilegt eftir því sem vindarnir blása. Það eru mikil vonbrigði að sjá hversu ólýðræðisleg vinnubrögð þessir kjörnu þingmenn vilja viðhafa, svo langt frá því sem lagt var upp með. Það er ágætt að þeir sem börðust fyrir því að einmitt þetta fólk var kjörið til þings sýni þeim að þau eru hluti heildar sem vill berjast fyrir ákveðnum hlutum. Enginn flokkur hefur hundsað bakland sitt eins illilega og þingmenn Borgarahreyfingarinnar og verður fróðlegt hvernig þeir bregðast við útreið þeirri sem alvaldstillaga þeirra fékk.
mbl.is Tillaga þingmanna féll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband