Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Allir glaðir?

Nú er spurning hvort flokkurinn sjálfur sætti sig við afstöðu þingflokksins eða hvort flokkurinn muni klofna í kjölfarið. Jón Magnússon hefur greinilega komið ár sinni vel fyrir borð í nýjum flokki og hefur sett lit sinn á starf hans.
mbl.is Jón Magnússon þingflokksformaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breytti Morgunblaðið skólakerfinu?

Vegna umræðu um skrif Matthíasar Johannessen rithöfundar leit ég inn á vefsíðu hans og dáðist að dugnaði við skrifin. Nú hef ég ekki lesið þarna mikið en greinilega ástæða til því skrif hans kasta nýju ljósi á stjórnsýslu Íslands. Hlutverk blaðsins við stjórn skólakerfisins kemur fram í þessum orðum:

 "En hundstungan  er næm og í þessu tilfelli er hún að sleikja upp  álygar sem reynt var að nota gegn mér fyrir nær hálfri öld,því að Alþýðublaðið kastaði þessari lygaþvælu fram á sínum tíma til að koma á mig höggi,þegar  Morgunblaðið var í miðri baráttu til að endurbæta fræðslukerfið og þar með landsprófið.
Með miklum og góðum árangri.

En þá voru svona neðanbeltishögg notuð,ef því var að skipta, eins og í dag. " Tengill í tilvísun.

Samkvæmt þessu hefur dagblað í landinu hlutverk við skilgreiningu á fræðslukerfi landsins og hvernig því er háttað. Nú væri fróðlegt að vita meira um þessa baráttu og hvert hlutverk Morgunblaðsins var í að setja vinnureglur fyrir menntakerfi landsins.


Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband