Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Hvar hefur maðurinn verið???

Eins og margoft hefur verið ítrekað, sagt og hamrað á, þá hefur Samfylkingin verið þeirrar skoðunar að það eigi að:

1. Gá hvað í aðild að Evrópusambandinu felst - með aðildarviðræðum

2. Kjósa um niðurstöðu aðildarviðræðnanna - upplýst skjal um hvað felst í Evrópusambandsaðild.

Það er ágætt að þingmaðurinn opni augun og taki undir þessar skoðanir og taki þátt í vinnunni við aðildarviðræður og undirbúning að kosningum um aðildarsamning sem bæði er hægt að samþykkja og synja.

Mín skoðun hefur ævinlega verið sú að það er blátt áfram fáránlegt að taka afstöðu gagnvart Evrópusambandinu fyrr en það liggur ljóst fyrir hvað í slíku samstarfi fælist fyrir Ísland. Það hefur verið ólíðandi að ekki hefur fengist í gegn hingað til að kanna það mál. Norðmenn fóru í gegnum þessa vinnu og höfnuðu samningi sem er upplýst ákvörðun. Annað mál með okkur.

Við höfum ekki fengið að taka upplýsta ákvörðun fyrir fólki sem hefur hingað til ekki þorað að ræða málið við Evrópusambandið en gengur um uppfullt af besservissisma um  hvað fælist í Evrópusambandsaðild Íslands. Loksins styður Ögmundur Jónasson upplýst ferli sem gerir mönnum kleift að taka ákvörðun. En hvar hefur hann eiginlega verið í allri þessari umræðu??? 


mbl.is Vill kjósa um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband