Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
30.9.2007 | 01:23
Uppgjöf
Það er erfitt að sjá unga og efnilega stjórnmálakonu gefast upp við sitt fyrsta pólitíska mótlæti. Ósamræmi í gögnum vegna bygginga í götu föður hennar telur hún nóg til að hlaupa frá ábyrgðarstöðu í félagsmálum Akureyrarbæjar. Síst ætla ég að draga úr því að það sé óþægilegt að hæð bygginga við götu sé ekki á hreinu enda þurfa menn að ganga vel frá slíkum gögnum. Þessi tæpi metri sem munar á þakskeggi þess húss sem er hærra og því við hliðina á getur þó ekki verið nægilegur ásteitingarsteinn til að hverfa frá því verki sem menn buðu sig fram til við síðustu kosningar.
Vonandi ná Sjálfstæðismenn að þjappa saman liði sínu því mörg eru verkin í bænum sem þarf að vinna og óþægilegt ef ríkir upplausn hjá samstarfsflokki okkar Samfylkingarmanna í bænum. Nýr bæjarstjóri þarf greinilega að þjappa sínu liði saman og brýna það til verka.
Varabæjarfulltrúi hættir í Sjálfstæðisflokknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.9.2007 | 08:13
Gróska í glæpasögum
Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá að hægt er að veita sérstök verðlaun fyrir glæpasögur á Íslandi. Lengi vel komu hreinlega ekki út sögur af þessu tagi og því ekki hægt að veita nokkur verðlaun. Þetta er breytt og hver glæpahöfundurinn af öðrum stígur fram á sjónarsviðið og það sem ekki skiptir minna máli, fólk kaupir þessar bækur og les þær.
Flestir tala um Arnald Indriðason í þessu samhengi og fyrstu bækurnar hans voru virkilega góðar. Ég er mjög hrifin af Árna Þórarinssyni og sögunum hans núna en ég á eftir að lesa Stefán Mána svo nú er nauðsynlegt að lesa Skipið til að átta sig á hvort dómnefndin hefur svipaðan smekk á skáldsögum og ég.
Stefán Máni hlaut Blóðdropann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.9.2007 | 14:12
Dauf keppni
Ég var nokkuð spennt að sjá Formúluna í dag eftir að menn kölluðu belgísku brautina eina mest spennandi braut keppninnar. Þar væri hægt að taka framúr og því mætti búast við sviptingum í keppninni. Það var ekki og eins hefði verið hægt að hætta keppni eftir fyrstu þrjá hringina eins og sitja yfir kappakstrinum öllum. Vonandi tekst mönnum að gera bílana jafnari fyrir næsta mót þannig að eitthvað gerist í keppnum eftir fyrstu þrjá hringina hjá efstu mönnum. Nú er það eina sem getur breytt gangi mála ef eitthvað bilar.
Ágætir lýsendur RÚV gátu varla fundið nokkuð spennandi að segja en þeim var vorkunn, það gerðist lítið;-)
Öruggur sigur hjá Räikkönen og yfirburðir Ferrari miklir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.9.2007 | 12:57
Margfeldismynd - Photomontage
Gaman að sjá Morgunblaðið birta margfeldismynd eða s.k. photomontage með frétt hjá sér. Sumir eru þeirrar skoðunar að fréttamyndir skuli undantekningarlaust birta "hárréttar" ljósmyndir þ.e. einungis af því sem sannarlega er tekið í einum lýsingartíma myndavélar.
Ég er hinsvegar þeirrar skoðunar að menn eigi að geta unnið myndirnar sínar eða skapað úr þeim verk ef þeir svo kjósa. Hinsvegar er stíginn milli þessa tveggja stundum erfitt að feta. Við vitum öll að peningar eru ekki svona stórir miðað við foss sem og að risapeningar fljóta ekki niður eftir vatnsföllum. Öllum er því ljóst að hér er um margfeldismynd að ræða í þessu tilfelli.
Annars er spurning hvort það sé ekki nauðsynlegt fyrir fréttamiðil að geta þess sérstaklega um hvers konar mynd er að ræða og hver tekur hana sem og hver vinnur lokaverkið?
Tekjur af erlendum ferðamönnum aukast til muna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.9.2007 | 12:06
Rosalegur jarðskjálfti við Súmötru
Var að sjá að jarðskjálfti sem fyrstu mælingar sýna upp á 7,9 á Richter var að ríða yfir við Súmötru. Þetta er rosalega stór skjálfti á þessu eyjasvæði og vonandi að hann sé þess eðlis að honum fylgi ekki flóðbylgjur.
Hér er staðsetningin á honum:
120 km SW Bengkulu (pop 309712, local time 18:10)
167 km SW Curup (pop 46245, local time 18:10)
799 km NW The settlement (pop 934, local time 18:10)
12.9.2007 | 08:24
Stóri bróðir alls staðar?
Ég velti fyrir mér hvort nú sé svo komið í sögu að fylgst er með meira og minna öllum allsstaðar með farsímum og myndavélunum í þeim. Hvar sem er, hvenær sem er getur verið tekin af þér mynd eða upptaka af því sem þú segir. Sumir gætu gert þetta í þeim tilgangi að eiga samræður í jákvæðum eða neikvæðum tilgangi. Myndir til að skrásetja minningar eða niðurlægja. Þessi frétt er eins og njósnasaga með fullt af litlum njósnurum um kennarann sinn og samnemendur.
Þó svo að hér séu nemendur, hver veit hvort samstarfsmennirnir taki myndir af því hverja þú hittir, hvað þú ert að gera og jafnvel af verkefnunum sem þú ert að vinna. Einhverjir gætu freistast til að nýta slíkt til að komast til betri metorða í fyrirtæki, selja leyndarmál til annarra fyrirtækja o.s.frv. Á tímum sem okkar þar sem peningar eru í miðdepli gæti farsími einmitt verið hagkvæmur til að ná markmiðum sínum.
Er Orvells 1984 komið með fullt af leynisveitamönnum með öfluga farsíma í hendinni?
Nú er spurning hvort það þarf að koma upp hirslum á veggjum skólastofu þar sem nemendur læri að setja símann í hirsluna í upphafi kennslustundar og ná síðan í hann aftur í lok kennslustundarinnar. Síðan er auðvitað hægt að virkja símann í náminu, taka myndir af því sem verið er að læra og sýna heima eða setja á Netið.
Það er eins með þessa tækni og aðra sumir kunna að fara með hana en aðrir ekki.
Taka þarf farsíma af nemendum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.9.2007 | 18:11
Röggsöm Jóhanna
Það er mikið lán að fá jafn dugmikinn og vinnusaman ráðherra sem Jóhönnu Sigurðardóttur. Mál sem hafa dankað í ráðuneytinu. Auðvitað tekur tíma að komast í gegnum allt sem þarf að gera en ég veit að það tekst Jóhönnu framar nokkrum öðrum.
Mikilvægt er að hafa í huga að fólk er fólk hvar sem það er fætt og það er mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að hér verði ekki til leynilegt neðanjarðarsamfélag þar sem níðst er á fólki. Einnig grefur það undan fyrirtækjum sem vilja fara að íslenskum lögum og bera virðingu fyrir vinnandi fólki.
Ákveðið að hefja herferð gegn ólöglegri starfsemi fyrirtækja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2007 | 23:08
Óhugnanlegt fyrirbæri
Mér þykir busun ævinlega frekar óhugnanlegt fyrirbæri þar sem það er tiltölulega algengt að eldri nemendur missi stjórn á sér við þennan atburð. Ég hef setið með stúlkum sem urðu fyrir því að eldri piltar káfuðu á þeim í látunum, nemendur látnir éta alskyns ógeð og annað þvíumlíkt. Nemendur eru látnir skríða, hellt er yfir þá óþverra og lætin yfirgengileg. Misjafnt er hvort eldri nemendur yfirhöfuð ráða við atburðarásina þegar hún er komin í gang.
Þegar ég kenndi í Fjölbrautaskólanum við Ármúla var busun hinsvegar til fyrirmyndar. Tekið á móti nýnemendum með rósum og síðan á busunardaginn sjálfan farið í ferðalag og eitthvað skemmtilegt gert grillað og fleira.
Ég held að það væri meira til sóma að taka vel á móti nemendum þar sem busunin reynist mörgum þeirra æði þungur baggi að bera og hefur jafnvel flæmt nemendur úr skóla eða dregið úr þeim kraft við námið og félagslífið.
Skólameistari MÍ segir busun hafa farið úr böndunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Jónsson
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Matthíasson
- Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Benedikt Sigurðarson
- Bergur Þorri Benjamínsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bwahahaha...
- Daði Einarsson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Dagbjört Pálsdóttir
- Davíð Jóhannsson
- Dofri Hermannsson
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Helgason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyþór Árnason
- Eyþór Ingi Jónsson
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Femínistinn
- Finnur Jóhannsson Malmquist
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Gísli Steinar Jóhannesson
- Gísli Tryggvason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðríður Arnardóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnsteinn Þórisson
- Gúrúinn
- Hallgrímur Óli Helgason
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Nikulásson
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Helgi Hrafn Halldórsson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Hermann Óskarsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hörður Jónasson
- Ibba Sig.
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga Sig
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Íslandshreyfingin - lifandi land
- Jens Sigurðsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhann Jónsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Jón Svavarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Karl V. Matthíasson
- Kári Harðarson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- kona
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Kristján L. Möller
- Kristján Logason
- Magnús Már Guðmundsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Matthías Björnsson
- Morgunblaðið
- Móðir, kona, sporðdreki:)
- Nýkratar
- Orðið á götunni
- Ólöf Nordal
- Ómar Ragnarsson
- Páll Einarsson
- Páll Jóhannesson
- Pálmi Guðmundsson
- Pálmi Gunnarsson
- Perla
- Pétur Björgvin
- Pétur Gunnarsson
- Pollurinn
- Púkinn
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Reynir Antonsson
- Rósa Harðardóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurður Axel Hannesson
- Sigurður Kaiser
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Skapti Hallgrímsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Þórsson
- Stjórnmál
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sverrir Páll Erlendsson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Tíðarandinn.is
- Toshiki Toma
- Trúnó
- Valdís Anna Jónsdóttir
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vika símenntunar
- Vilborg Traustadóttir
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Egilson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þóra Kristín Hauksdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þórir Kjartansson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
RSS-straumar
Heimasíða Láru
Hér birtist listi yfir færslur á heimasíðunni minni.
Heimasíðan mín
- Augnablik - sæki gögn...