Leita í fréttum mbl.is

Ef Noregur fer inn, hvar erum við þá?

Þau okkar sem hafa farið á fundi á vegum evrópsks samstarfs þekkjum vel hvaða tilfinning það er að vera utanveltu. Á meðan hinar þjóðirnar skipuleggja samstarf, leggja á ráðin, móta tillögur þá erum við ekki með. Fáum að hlusta, vera stundum með en afsölum okkar samningsrétti og röddu við borð Evrópu tökum á móti lagasetningu þeirra, sendum hana í þýðingu og Alþingi afgreiðir þykka skjalabunka án þess að hafa alltaf forsendur til að þekkja til mála því okkar sérfræðingar hafa mismikið aðgengi að lagasetningunni. Er ekki tími til kominn að vera fullgildir aðilar í samfélagi Evrópuþjóða? Hvar verðum við ef Noregur fer inn? EES samningurinn er orðinn veikur þar sem flestar þeirra þjóða sem stóðu að honum upphaflega eru gengnar í sambandið. Kannski eigum við mest sameiginlegt með Noregi og Liechtenstein. Allavega eru falleg fjöll í báðum ríkjunum eins og hjá okkur. En ættum við ekki að vera fullgild meðal flestra Evrópuþjóða?
mbl.is Íslensk umsókn rædd í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband