Leita í fréttum mbl.is

Hindra ákvarðanir byggðar á þekkingu

Merkilegt hversu Sjálfstæðismenn streitast við að leyfa þjóðinni að sjá hvað í samningi felst áður en hún gerir upp hug sinn. Þeim finnst mikilvægast að berjast fyrir því að menn ákveði sig án þess að vita nokkurn skapaðan hlut um innihaldið. Er það eindregin skoðun þeirra að halda þjóðinni óupplýstri? Ég verð að viðurkenna að mér finnst dálítið ógnvekjandi hvað þeir eru á móti upplýstri ákvörðun.
mbl.is Áfram deilt um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Mikið er ég sammála þér. Þessi afstaða þeirra að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að þjóðin fái ekki að vita um hvað málin snúast er bara þeim til háborinnar skammar - eða kannski sýnir bara þeirra rétta andlit.

Páll Jóhannesson, 14.7.2009 kl. 11:39

2 identicon

Innan um þá er fólk sem er orðið hugsi. Ragnheiður Rikharðsdóttir þar á meðal.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 11:46

3 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Finnst þér í alvörunni óeðlilegt að leyfa okkur að kjósa um hvort að það skuli eyða milljörðum í aðildarviðræður sem að ekki er einu sinni víst hvort að þjóðin vilji yfir höfuð, á sama tíma og massívar skattahækkanir og niðurskurður eru í gangi? Mér er persónulega ekki sama um í hvað skattpeningarnir mínir fara og vil að sjálfsögðu hafa e-ð um það að segja!!!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 14.7.2009 kl. 12:27

4 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Mér finnst það fyrirsláttur að tala um hvað aðildarviðræður kosta. Mikið af því sem þarf að skoða þarf að skoða hvort sem er og mest af lagagerð Evrópusambandsins gengur í gildi hér án þess að skattgreiðendur hafi mikið um það að segja í dag hvað þá heldur að kjörnir fulltrúar Íslands hafi með það að gera. Þetta er fyrst og fremst smjörklípa til að láta menn horfa annað en þangað sem mestu máli skiptir og auðtrúa fólk gleypir það hrátt. Hvort sem okkur líkar betur eða ver þá þurfum við að skoða þetta mál sem við hefðum auðvitað átt að vera búin að gera fyrir löngu í stað þess að halda þjóðinni fáfróðri um hvað Evrópusambandsaðild þýðir í raun og veru. Enginn veit það í dag og baráttan snýr um að koma í veg fyrir að nokkur fái að vita það.

Lára Stefánsdóttir, 14.7.2009 kl. 13:14

5 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Fyrirsláttur já, ég vona að þú sért að grínast! Landið er á hausnum og það er fyrirsláttur að tala um kostnað!!!! Það er marg búið að leiðrétta þá rangfærslu að meirihluti lagagerðar ESB sé tekinn upp hér, staðreyndin er sú að það er e-ð í kringum 10% en í kringum 80% hjá ESB löndum(og fer vaxandi þar). Það vita allir sem nenna að kynna sér það hvað felst í Evrópusambandsaðild, það er nóg að líta til landanna í kringum sig.

Þar að auki er þetta alger tíma- og peningasóun að ætla að fara í aðildarviðræður þar sem við munum ekki komast þangað inn næstu árin, þökk sé m.a. Icesave og ekki fá evruna fyrr en hugsanlega á þarnæsta áratug. Við munum skulda um 200% af vergri landsframleiðslu og skv. Maastricht skilyrðinum þurfum við að uppfylla þetta:

  1. Halli á rekstri hins opinbera má ekki vera 3% af landsframleiðslu.
   2. Skuldir hins opinbera mega ekki vera yfir 60% af landsframleiðslu.
   3. Verðbólga sé ekki meiri en 1,5% umfram meðaltal í þeim þremur ESB ríkjum sem hafa lægsta verðbólgu undangengið ár.
   4. Langtímanafnvextir (á mælikvarða skuldabréfa ríkisins til 10 ára) séu ekki meiri en 2% umfram samsvarandi vexti í þeim þremur aðildarríkjum ESB sem hafa lægsta verðbólgu.
   5. Að gengi gjaldmiðils umsóknarríkisins hafi ekki sveiflast umfram 15% vikmörk í kringum tiltekið viðmiðunargengi undangengin tvö ár.

Þannig að eins og þú sérð, þá myndum við einungis vera að eyða peningum og tíma til einskis og því algert lágmark að við sem myndum þurfa að borga pakkann hefðum e-ð um þetta að segja!!!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 14.7.2009 kl. 13:44

6 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Takk fyrir þetta ítarlega svar Margrét.

Ég veit að við fáum ekki Evruna í núverandi efnahagsástandi. Við getum þakkað Sjálfstæðisflokknum kærlega fyrir að vera lent í þeirri stöðu. En það eru ýmsir aðrir kostir - til að sjá þá vil ég sjá mögulegan samning.

Kannaðu betur hvaða lög hafa verið sett hér á landi í beinu framhaldi af EES samningnum og skoðaðu hlutfallið betur.

Löndin í kringum okkur eru með mjög mismunandi samninga sem þú veist áreiðanlega líka. Til að sjá hvað við gætum samið um vil ég sjá mögulegan samning.

Ég er orðin hundleið á því að alskyns spekingar ætli að segja mér hvað í samningi gæti hugsanlega falist. Ég vil vita það - basta.

Já og hvað þetta kostar - mín sannfæring er sú að Evrópusambandsaðild sé það eina raunhæfa og það sem getur hjálpað okkur að losna úr núverandi stöðu. Hvort hún er rétt eða ekki veit ég ekki nema ég fái að sjá mögulegan samning. Ég vil ekki halda áfram í blindri trú, sama hvað það kostar. Án þess að vita hvað í samningi felst getur enginn tekið upplýsta ákvörðun.

Ég veit að þeir sem stjórnuðu og sannfærðu þjóðina um að innan Evrópusambandsins hefðum við ekki sömu möguleika ættu að vera menn af meiri og viðurkenna að þeim mistókst - herfilega.

Lára Stefánsdóttir, 14.7.2009 kl. 14:08

7 Smámynd: Haraldur Hansson

Þjóðaratkvæði um hvort sækja beri um aðild er óþarfi undir venjulegum kringumstæðum. En eru venjulegar kringumstæður hér?

Þegar ríki hafa sótt um aðild hefur það undantekningarlaust verið við þær aðstæður að skýr meirihlutavilji meðal þings og/eða þjóðar hefur legið fyrir. Það hefur ekki verið vafi um umboð stjórnar til að sækja um.

Ef þetta umboð er ekki klárt er eðlilegt að það sé sótt til þjóðarinnar og þá er þjóðaratkvæði rétta leiðin. Þetta var gert í Sviss á sínum tíma, því þá ekki hér núna?

Í kosningunum í apríl var einn flokkur með skýra stefnu um að sækja um aðild. Það var Samfylkingin sem fékk 29,8% atkvæða. Aðrir flokkar, sem ekki eru á móti aðild, fengu mikið fylgi út á önnur mál. Borgarahreyfingin út á kröfur um Nýja Ísland og eflt lýðræði og Framsókn keyrði fast á hugmyndir um 20% afskriftir á lokaspretti kosningabaráttunnar.

Nú hefur ítrekað komið fram að þjóðin er skipt í afstöðu sinni. Ef spurt er um aðildarviðræður segir meirihlutinn já. Ef spurt er um aðildarumsókn segir meirihlutinn nei.

Umboð ríkisstjórnarinnar, til að gera slíka byltingu á stjórnkerfi landsins sem ESB aðild er, er alls ekki skýrt. Langt frá því að vera eins ótvírætt og það ætti að vera í lýðræðisríki.

Þó að þjóðaratkvæði sé umstang þá er samt betra að taka af allan vafa. Leggja spurninguna fyrir kjósendur. Ég á eitt atkvæði, þú átt eitt, eins og allir hinir. Meirihlutinn ræður - það er lýðræði.

Ef meirihlutinn segir já liggur umboðið fyrir og enginn þarf að efast. Þá getur stjórnin unnið í málinu af fullum þunga með skýrt umboð þjóðarinnar. Annars ekki. Þetta er ekki flókið, tæki stuttan tíma og tefur engan.

Haraldur Hansson, 14.7.2009 kl. 14:20

8 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Auka atkvæðagreiðslur eru einnig kostnaðarsamar, þjóðin er sammála um að vilja vita þetta þó fólk greini á um hvort þeir trúi eða trúi ekki að samningur sé ásættanlegur. Þetta er ekki lýðræði þetta er einfaldlega aðferð til að koma í veg fyrir að þjóðin sé upplýst um hvað í Evrópusambandsaðild felst.

Lára Stefánsdóttir, 14.7.2009 kl. 16:13

9 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Nú eru það allt í einu rök á móti, að e-ð sé kostnaðarasamt!!! Þjóðaratkvæðagreiðsla nær væntanlega ekki einu prósenti af því sem að aðildarviðræður munu kosta...

Margrét Elín Arnarsdóttir, 15.7.2009 kl. 00:17

10 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Ég skil ekki alveg hvað þú átt við. Þú sagðir aðildarviðræður kostnaðarsamar, ég benti á að sumt af því sem þarf að gera í tengslum við aðildarviðræður þyrfti hvort sem er að gera og einnig að þjóðaratkvæðagreiðsla kostaði pening. Þetta átti að vera svar við því sem þú bentir á. En þú ert í hópi þeirra sem ert á móti því að þjóðin fái að vita hvað fælist í samningi við Evrópusambandið en þar greinir okkur á. Ég vil upplýstar ákvarðanir en ekki þjóðaratkvæðagreiðslu sem byggir á ímyndun, hugmyndum, trú, bábiljum, hugsanlegum hlutum o.s.frv. Í mínum huga er komið nóg af slíku í bili.

Lára Stefánsdóttir, 15.7.2009 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband